Hverjir geta keypt? Logi Einarsson skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Samkvæmt tölum frá Íbúðalánasjóði fer hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaði hækkandi, sem þýðir að fleiri hafa getað lagt fyrir eða fengið aðstoð til fyrstu kaupa. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fjallaði um þetta í Fréttablaðinu í gær og þakkar aðgerðum ríkisstjórnarinnar árangurinn. Það gleður mig auðvitað að fleiri geti keypt sína fyrstu íbúð – en hverjir eru það sem geta keypt og hverjir ekki? Húsnæðismál hafa verið í öngstræti síðustu ár. Ungt og/eða efnalítið fólk hefur átt erfitt með að komast inn á húsnæðismarkaðinn á sama tíma og skortur hefur verið á leiguíbúðum og leiguverð of hátt. Ofan á það bætist að ekki er nægjanlegt framboð af félagslegu húsnæði sveitarfélaga fyrir þau allra efnaminnstu. Einn hópur hefur alveg setið eftir: fólkið sem er með lægstar tekjur og á þ.a.l. erfitt með að fóta sig á húsnæðismarkaði, en er þó ekki nægilega efnalítið til að fá úthlutað félagslegu húsnæði. Allt frá því að flokkur Lilju stóð að því óhappaverki með Sjálfstæðisflokknum að leggja niður verkamannabústaðakerfið. Aðgerðir síðustu ríkisstjórna hafa gagnast þeim mest sem þurfa síst á hjálp að halda; tekjuhæstu og eignamestu landsmönnunum. Þeir síðarnefndu fengu m.a. bróðurpart af 72 milljörðum í sinn hlut með „Leiðréttingunni“ svokölluðu og séreignarsparnaðarleiðin gagnast tekjuháum best. Auk þess gefst þeim efnameiri kostur á hagstæðari lánum en öðrum hjá lífeyrissjóðum landsins. Eignaójöfnuður hefur aukist á Íslandi. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa frekar aukið þá misskiptingu. Eftir sitja fjölskyldur með lágar og meðaltekjur, þær sem helst þurfa á aðstoð að halda við að komast inn á fasteignamarkaðinn, úrræðalausar á óstöðugum leigumarkaði. Millitekjufólk sem nær nokkurn veginn að brúa bilið hefur auk þess ekki sama aðgang og þeir best stöddu að hagstæðustu lánunum sem veita bestu mögulegu vextina. Ég fagna því auðvitað að fleira ungt fólk geti keypt húsnæði og óska því velfarnaðar. En við þurfum annars konar ríkisstjórn, sem gætir að því að fleiri hópar búi við húsnæðisöryggi en þeir best stöddu.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Logi Einarsson Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum frá Íbúðalánasjóði fer hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaði hækkandi, sem þýðir að fleiri hafa getað lagt fyrir eða fengið aðstoð til fyrstu kaupa. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fjallaði um þetta í Fréttablaðinu í gær og þakkar aðgerðum ríkisstjórnarinnar árangurinn. Það gleður mig auðvitað að fleiri geti keypt sína fyrstu íbúð – en hverjir eru það sem geta keypt og hverjir ekki? Húsnæðismál hafa verið í öngstræti síðustu ár. Ungt og/eða efnalítið fólk hefur átt erfitt með að komast inn á húsnæðismarkaðinn á sama tíma og skortur hefur verið á leiguíbúðum og leiguverð of hátt. Ofan á það bætist að ekki er nægjanlegt framboð af félagslegu húsnæði sveitarfélaga fyrir þau allra efnaminnstu. Einn hópur hefur alveg setið eftir: fólkið sem er með lægstar tekjur og á þ.a.l. erfitt með að fóta sig á húsnæðismarkaði, en er þó ekki nægilega efnalítið til að fá úthlutað félagslegu húsnæði. Allt frá því að flokkur Lilju stóð að því óhappaverki með Sjálfstæðisflokknum að leggja niður verkamannabústaðakerfið. Aðgerðir síðustu ríkisstjórna hafa gagnast þeim mest sem þurfa síst á hjálp að halda; tekjuhæstu og eignamestu landsmönnunum. Þeir síðarnefndu fengu m.a. bróðurpart af 72 milljörðum í sinn hlut með „Leiðréttingunni“ svokölluðu og séreignarsparnaðarleiðin gagnast tekjuháum best. Auk þess gefst þeim efnameiri kostur á hagstæðari lánum en öðrum hjá lífeyrissjóðum landsins. Eignaójöfnuður hefur aukist á Íslandi. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa frekar aukið þá misskiptingu. Eftir sitja fjölskyldur með lágar og meðaltekjur, þær sem helst þurfa á aðstoð að halda við að komast inn á fasteignamarkaðinn, úrræðalausar á óstöðugum leigumarkaði. Millitekjufólk sem nær nokkurn veginn að brúa bilið hefur auk þess ekki sama aðgang og þeir best stöddu að hagstæðustu lánunum sem veita bestu mögulegu vextina. Ég fagna því auðvitað að fleira ungt fólk geti keypt húsnæði og óska því velfarnaðar. En við þurfum annars konar ríkisstjórn, sem gætir að því að fleiri hópar búi við húsnæðisöryggi en þeir best stöddu.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun