Óheilbrigðiskerfið Þorsteinn Sæmundsson skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Núverandi heilbrigðisráðherra lagði upp með það markmið að bjarga heilbrigðiskerfinu. Á skömmum tíma í embætti hefur ráðherranum tekist að skaða kerfið svo um munar. Á skammri stund hefur ráðherranum einnig tekist að búa til tvöfalt heilbrigðiskerfi á landinu, eitt fyrir þá sem betur mega og annað fyrir hina. Með þessu hefur ráðherrann skotið fyrrverandi heilbrigðisráðherrum Sjálfstæðisflokksins ref fyrir rass. Hið sorglega er að þetta tvöfalda kerfi er orðið til vegna þeirra tilburða ráðherrans að steypa alla heilbrigðisþjónustu í sama ríkismótið. Það hefur mistekist hrapallega. Fórnarlömbin eru viðskiptavinir heilbrigðiskerfisins, sjúklingar og aðstandendur þeirra. Áður en lengra er haldið er rétt og skylt að taka fram að greinarhöfundur hefur mikla trú og traust á öllum þeim fjölda frábærra starfsmanna sem vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu og vinna störf sín af alúð og ábyrgð þó núverandi ráðherra geri þeim erfitt um vik. Heilbrigðisráðherra hefur kosið að efna til átaka við sjálfstætt starfandi lækna, draga lappirnar í samningagerð við þá og jafnframt sigað aðstoðarmanni sínum á þá. Hafa sjálfstætt starfandi læknar þannig þurft að sitja undir köpuryrðum og aðdróttunum um að þeir hugsi fyrst og fremst um sína hagsmuni en ekki sjúklinga sinna. Þessi framkoma ráðherrans og aðstoðarmanns hennar í garð sérfræðilækna er óboðleg. Fjölmargar stofnanir og sjálfstæð félög sem sinna heilbrigðismálum eru nú rekin án samninga og „framlengd“ frá mánuði til mánaðar. Þar má nefna sem dæmi Reykjalund sem hefur ekki haft langtímasamning um nokkra hríð. Loks nú fyrir skömmu skrifaði ráðherra undir nýjan samning við RKÍ um rekstur sjúkrabíla eftir að hafa dregið nauðsynlega endurnýjun bílanna allt frá því að hún settist í hástól sinn og haldið Rauða krossinum í óvissu með örstuttum framlengingum til að halda uppá 90 ára rekstur RKÍ á sjúkrabílum. Plássleysið og úrræðaleysið tekur á sig nýja og nýja mynd. Nú síðast að konur sem hafa orðið fyrir fósturmissi og/eða hafa látið eyða fóstri sitja nú í sömu biðstofu og verðandi mæður. Þvílík grimmd. Nú í sumar eru fáheyrðar lokanir á Landspítalanum sem koma harðast niður á geðsjúkum og þeim sem skipa biðlista eftir aðgerðum. Við þessar kringumstæður hefur ráðherra kosið að hrúga verkefnum inn á spítalann vitandi að Landspítalinn ræður ekki við þau. Ráðherra hefur hingað til þvertekið fyrir að nauðsynlegar aðgerðir s.s. liðskiptaaðgerðir séu gerðar á sjúkrastofnunum í einkarekstri. Jafnframt hefur ráðherra nýlega endað samstarf við sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem sinnt hafa augasteinaaðgerðum með góðum árangri og mikilli heilsubót fyrir stóran hóp sjúklinga. Afleiðingar þessa eru biðlistar sem eru óþolandi langir og valda sjúklingum þjáningum yfir langan tíma sem auðveldlega væri hægt að stytta svo um munar. Til að bíta höfuðið af skömminni hefur ráðherra ákveðið að fært sé að senda sjúklinga til aðgerða á sjálfstætt starfandi sjúkrastofnun í útlöndum með margföldum kostnaði fyrir ríkissjóð ásamt óþægindum fyrir sjúklinga. Þversumman af öllu þessu er sú að þeir sem geta borgað sjálfir fyrir aðgerðir borga sig þannig fram fyrir í röðinni. Þeir sem þola álagið sem fylgir utanlandsferð vegna aðgerðar leggja það á sig en eftir sitja þeir sem eru veikburða og aldraðir ásamt þeim sem minnst hafa milli handanna. Þetta er óþolandi ástand og til álita hlýtur að koma að kanna hvort ákvarðanir ráðherra standist sjúklingalög og lög um fjárreiður ríkisins. Það er mjög brýnt að bjarga heilbrigðiskerfinu. Einmitt núna er mikilvægast að bjarga því frá heilbrigðisráðherra.Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Sjá meira
Núverandi heilbrigðisráðherra lagði upp með það markmið að bjarga heilbrigðiskerfinu. Á skömmum tíma í embætti hefur ráðherranum tekist að skaða kerfið svo um munar. Á skammri stund hefur ráðherranum einnig tekist að búa til tvöfalt heilbrigðiskerfi á landinu, eitt fyrir þá sem betur mega og annað fyrir hina. Með þessu hefur ráðherrann skotið fyrrverandi heilbrigðisráðherrum Sjálfstæðisflokksins ref fyrir rass. Hið sorglega er að þetta tvöfalda kerfi er orðið til vegna þeirra tilburða ráðherrans að steypa alla heilbrigðisþjónustu í sama ríkismótið. Það hefur mistekist hrapallega. Fórnarlömbin eru viðskiptavinir heilbrigðiskerfisins, sjúklingar og aðstandendur þeirra. Áður en lengra er haldið er rétt og skylt að taka fram að greinarhöfundur hefur mikla trú og traust á öllum þeim fjölda frábærra starfsmanna sem vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu og vinna störf sín af alúð og ábyrgð þó núverandi ráðherra geri þeim erfitt um vik. Heilbrigðisráðherra hefur kosið að efna til átaka við sjálfstætt starfandi lækna, draga lappirnar í samningagerð við þá og jafnframt sigað aðstoðarmanni sínum á þá. Hafa sjálfstætt starfandi læknar þannig þurft að sitja undir köpuryrðum og aðdróttunum um að þeir hugsi fyrst og fremst um sína hagsmuni en ekki sjúklinga sinna. Þessi framkoma ráðherrans og aðstoðarmanns hennar í garð sérfræðilækna er óboðleg. Fjölmargar stofnanir og sjálfstæð félög sem sinna heilbrigðismálum eru nú rekin án samninga og „framlengd“ frá mánuði til mánaðar. Þar má nefna sem dæmi Reykjalund sem hefur ekki haft langtímasamning um nokkra hríð. Loks nú fyrir skömmu skrifaði ráðherra undir nýjan samning við RKÍ um rekstur sjúkrabíla eftir að hafa dregið nauðsynlega endurnýjun bílanna allt frá því að hún settist í hástól sinn og haldið Rauða krossinum í óvissu með örstuttum framlengingum til að halda uppá 90 ára rekstur RKÍ á sjúkrabílum. Plássleysið og úrræðaleysið tekur á sig nýja og nýja mynd. Nú síðast að konur sem hafa orðið fyrir fósturmissi og/eða hafa látið eyða fóstri sitja nú í sömu biðstofu og verðandi mæður. Þvílík grimmd. Nú í sumar eru fáheyrðar lokanir á Landspítalanum sem koma harðast niður á geðsjúkum og þeim sem skipa biðlista eftir aðgerðum. Við þessar kringumstæður hefur ráðherra kosið að hrúga verkefnum inn á spítalann vitandi að Landspítalinn ræður ekki við þau. Ráðherra hefur hingað til þvertekið fyrir að nauðsynlegar aðgerðir s.s. liðskiptaaðgerðir séu gerðar á sjúkrastofnunum í einkarekstri. Jafnframt hefur ráðherra nýlega endað samstarf við sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem sinnt hafa augasteinaaðgerðum með góðum árangri og mikilli heilsubót fyrir stóran hóp sjúklinga. Afleiðingar þessa eru biðlistar sem eru óþolandi langir og valda sjúklingum þjáningum yfir langan tíma sem auðveldlega væri hægt að stytta svo um munar. Til að bíta höfuðið af skömminni hefur ráðherra ákveðið að fært sé að senda sjúklinga til aðgerða á sjálfstætt starfandi sjúkrastofnun í útlöndum með margföldum kostnaði fyrir ríkissjóð ásamt óþægindum fyrir sjúklinga. Þversumman af öllu þessu er sú að þeir sem geta borgað sjálfir fyrir aðgerðir borga sig þannig fram fyrir í röðinni. Þeir sem þola álagið sem fylgir utanlandsferð vegna aðgerðar leggja það á sig en eftir sitja þeir sem eru veikburða og aldraðir ásamt þeim sem minnst hafa milli handanna. Þetta er óþolandi ástand og til álita hlýtur að koma að kanna hvort ákvarðanir ráðherra standist sjúklingalög og lög um fjárreiður ríkisins. Það er mjög brýnt að bjarga heilbrigðiskerfinu. Einmitt núna er mikilvægast að bjarga því frá heilbrigðisráðherra.Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar