Körfubolti

Skrúfur frá ökklabroti árið 2014 gera Kristófer erfitt fyrir: Missir af fyrstu leikjunum og þarf mögulega í aðgerð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristófer í leik með KR í úrslitarimmunni í fyrra.
Kristófer í leik með KR í úrslitarimmunni í fyrra. vísir/vilhelm

Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, verður ekki með Íslandsmeisturum KR í upphafi komandi leiktíðar vegna meiðsla. Kristófer þarf þó ekki í aðgerð.

Þessu greindi RÚV frá í gær en Kristófer er meiddur á ökkla. Hann ökklabrotnaði er hann var í skóla í Bandaríkjunum og fékk í kjölfarið tvær skrúfur í ökklann.

„Það kom í ljós að skrúfurnar eru ekki lengur í beininu og beinið er sem sagt brotið í tvennt og skrúfurnar eru fastar í einhverjum lið þarna í ökklanum,“ sagði Kristófer.

„Þetta er allt saman mjög illa farið, það er komin einhver gigt og liðirnir eru eitthvað leiðinlegir. Brjóskið í kring er líka eitthvað þunnt og einhver beinþynning þannig það er eiginlega allt í hakki.“

Kristófer bætir við að hann og læknirinn hafi ákveðið að bíða og sjá hvort skrúfurnar myndu losna en ef það gangi ekki upp þurfi hann að fara í aðgerð.

Þurfi hann í aðgerð gæti hann verið frá í fjóra til fimm mánuði en titilvörnin hjá KR hefst 3. október.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.