Golf

Shibuno náði forystunni á Opna breska með sex fuglum á síðustu níu holunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Shibuno lék á fimm höggum undir pari í dag.
Shibuno lék á fimm höggum undir pari í dag. vísir/getty

Hinako Shibuno frá Japan er með tveggja högga forystu fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi, fimmta og síðasta risamóti ársins hjá konunum.

Shibuno lék frábærlega á seinni níu holunum í dag þar sem hún fékk sex fugla. Hún lék á fimm höggum undir pari í dag.


Sú japanska komst þar með upp fyrir Ashleigh Buhai frá Suður-Afríku. Hún var með þriggja högga forystu eftir fyrstu tvo hringina og náði mest fimm högga forystu í dag.

Öfugt við Shibuno gaf Buhai eftir á seinni níu holunum sem hún lék á þremur höggum yfir pari. Buhai var á pari í dag og er samtals á tólf höggum undir pari.

Sung Hyun Park frá Suður-Kóreu er þriðja á samtals ellefu höggum undir pari. Hún lék á fjórum höggum undor pari í dag.

Morgan Pressel frá Bandaríkjunum lék mjög vel í dag, eða á sex höggum undir pari. Hún er í 4. sæti á samtals tíu höggum undir pari ásamt löndu sinni, Lizette Salas, og efstu konu heimslistans, Jin Young Ko frá Suður-Kóreu.

Georgia Hall, sem vann Opna breska í fyrra, er í 27. sæti, tíu höggum á eftir Shibuno.

Bein útsending frá lokadegi Opna breska hefst klukkan 11:00 á Stöð 2 Golf á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.