Viðskipti innlent

Ballið búið á Dill

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Forsvarsmenn Dill fögnuðu Michelin-stjörnunni vel árið 2017.
Forsvarsmenn Dill fögnuðu Michelin-stjörnunni vel árið 2017. DILL

Veitingastaðnum Dill við Hverfisgötu 12 hefur verið lokað. K100 greindi frá þessu í morgun og hafði eftir óstaðfestum heimildum. Samkvæmt heimildum Vísis hefur leigusala í húsinu við Hverfisgötu verið greint frá að veitingastaðnum verði lokað.

Dill er eini veitingastaður landsins sem skartað hefur Michelin-stjörnu en um er að ræða alþjóðlegan mælikvarða á gæði veitingastaða. Staðurinn missti stjörnu sína fyrri hluta árs. 

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við vestari enda Hverfisgötu í sumar. Reykjavíkurborg

Auk þess hafa framkvæmdir við Hverfisgötu, hvar staðurinn stendur, vafalítið tekið sinn toll hvað varðar aðsókn í sumar.

Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Gunnar Karl Gíslason og Kristinn Vilbergsson, eigendur Dill, það sem af er degi en án árangurs.

Kristinn hefur verið í Portland á vesturströnd Bandaríkjanna í sumar ásamt Ólafi Ágústssyni, kokki á Dill, en til stendur að opna nýjan veitingastað og bar í borginni.


Tengdar fréttir

Michelin-kokkur opnar veitingastað í elsta íbúðarhúsi Egilsstaða

Hjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir opnuðu nýlega veitingastað á Egilsstöðum í elsta íbúðarhúsi bæjarins, Nielsenshúsi. Þau lýsa því sem langþráðum draumi að vera kominn aftur í sveitina en segja taktinn á Egilsstöðum allt öðru vísi en í Reykjavík – og hvað þá í Kaupmannahöfn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.