Handbolti

HSÍ selur dagpassa á leiki Íslands á EM á þúsund sænskar: Í boði til 1. september

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska landsliðið mætir Dönum, Rússum og Ungverjum í Malmö í janúar. Þar reynir á Guðmund Guðmundsson og strákana okkar.
Íslenska landsliðið mætir Dönum, Rússum og Ungverjum í Malmö í janúar. Þar reynir á Guðmund Guðmundsson og strákana okkar. EPA/FRIEDEMANN VOGEL
Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilar á Evrópumótinu í byrjun næsta árs en EM 2020 fer fram í Austurríki, Svíþjóð og Noregi í janúar næstkomandi.Handknattleikssambands Íslands segir frá því á miðlum sínum í dag að sambandið hafi nú tryggt sér dagpassa á leiki Íslands í riðlakeppninni en Ísland leikur í Malmö frá 11. til 15. janúar.Leikirnir fara fram í Malmö Arena sem opnaði árið 2008 og tekur þrettán þúsund manns í sæti. Það er stutt að fara til Malmö frá flugvellinum við Kaupmannahöfn. Í næstu viku mun Icelandair hefja sölu á pakkaferðum á mótið.Miðarnir sem HSÍ hefur fengið úthlutaða að þessu sinni eru Cat 1 miðar og verðið er 1100 sænskar krónur. Ellefu hundruð sænskar krónur eru samkvæmt gengi dagsins í dag rúmlega fjórtán þúsund íslenskar krónur.Tveir leikir fara fram hvern dag og verður því um mikla handboltaveislu að ræða og gilda miðarnir á báða leiki dagsins í riðlakeppninni.Miðapantanir fara fram í gegnum netfangið midar@hsi.is og í frétt á miðlum sínum biður HSÍ áhugasama um að senda þangað inn nafn, kennitölu, síma og netfang ásamt fjölda miða á hvern leik Íslands. Hægt er að senda inn pantanir á miðum til 1. september. Allar nánari upplýsingar má fá hjá skrifstofu HSÍ.Leikir liðsins í riðlakeppninni eru eftirfarandi:

11.janúar: Danmörk – Ísland  (Hinn leikurinn: Ungverjaland-Rússland)

13.janúar: Ísland – Rússland  (Hinn leikurinn: Danmörk-Ungverjaland)

15.janúar: Ísland – Ungverjaland  (Hinn leikurinn: Rússland-Danmörk) 
 
 
View this post on Instagram
Miðasala á EM 2020 Skrifstofa HSÍ mun hafa milligöngu með miðasölu á EM 2020 sem fram fer í Austurríki, Svíþjóð og Noregi í janúar nk.  HSÍ hefur tryggt sér dagpassa á leiki Íslands í riðlakeppninni en Ísland leikur í Malmö frá 11. – 15. janúar.  Miðarnir sem HSÍ hefur fengið úthlutaða að þessu sinni eru Cat 1 miðar og verðið er 1100 sænskar krónur.  Tveir leikir fara fram hvern dag og verður því um mikla handboltaveislu að ræða og gilda miðarnir á báða leiki dagsins í riðlakeppninni. Miðapantanir fara fram í gegnum netfangið midar@hsi.is og eru áhugasamir beðnir um að senda inn nafn, kennitölu, síma og netfang ásamt fjölda miða á hvern leik Íslands.  Hægt er að senda inn pantanir á miðum til 1. September nk.  Allar nánari upplýsingar má fá hjá skrifstofu HSÍ. Leikir liðsins í riðlakeppninni eru eftirfarandi: - 11.jan Danmörk – Ísland - 13.jan Ísland – Rússland - 15.jan Ísland – Ungverjaland

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on Aug 8, 2019 at 6:41am PDTTengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.