Handbolti

HSÍ selur dagpassa á leiki Íslands á EM á þúsund sænskar: Í boði til 1. september

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska landsliðið mætir Dönum, Rússum og Ungverjum í Malmö í janúar. Þar reynir á Guðmund Guðmundsson og strákana okkar.
Íslenska landsliðið mætir Dönum, Rússum og Ungverjum í Malmö í janúar. Þar reynir á Guðmund Guðmundsson og strákana okkar. EPA/FRIEDEMANN VOGEL

Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilar á Evrópumótinu í byrjun næsta árs en EM 2020 fer fram í Austurríki, Svíþjóð og Noregi í janúar næstkomandi.

Handknattleikssambands Íslands segir frá því á miðlum sínum í dag að sambandið hafi nú tryggt sér dagpassa á leiki Íslands í riðlakeppninni en Ísland leikur í Malmö frá 11. til 15. janúar.

Leikirnir fara fram í Malmö Arena sem opnaði árið 2008 og tekur þrettán þúsund manns í sæti. Það er stutt að fara til Malmö frá flugvellinum við Kaupmannahöfn. Í næstu viku mun Icelandair hefja sölu á pakkaferðum á mótið.

Miðarnir sem HSÍ hefur fengið úthlutaða að þessu sinni eru Cat 1 miðar og verðið er 1100 sænskar krónur. Ellefu hundruð sænskar krónur eru samkvæmt gengi dagsins í dag rúmlega fjórtán þúsund íslenskar krónur.

Tveir leikir fara fram hvern dag og verður því um mikla handboltaveislu að ræða og gilda miðarnir á báða leiki dagsins í riðlakeppninni.

Miðapantanir fara fram í gegnum netfangið midar@hsi.is og í frétt á miðlum sínum biður HSÍ áhugasama um að senda þangað inn nafn, kennitölu, síma og netfang ásamt fjölda miða á hvern leik Íslands. Hægt er að senda inn pantanir á miðum til 1. september. Allar nánari upplýsingar má fá hjá skrifstofu HSÍ.

Leikir liðsins í riðlakeppninni eru eftirfarandi:
11.janúar: Danmörk – Ísland  (Hinn leikurinn: Ungverjaland-Rússland)
13.janúar: Ísland – Rússland  (Hinn leikurinn: Danmörk-Ungverjaland)
15.janúar: Ísland – Ungverjaland  (Hinn leikurinn: Rússland-Danmörk) 
 
 
View this post on Instagram
Miðasala á EM 2020 Skrifstofa HSÍ mun hafa milligöngu með miðasölu á EM 2020 sem fram fer í Austurríki, Svíþjóð og Noregi í janúar nk.  HSÍ hefur tryggt sér dagpassa á leiki Íslands í riðlakeppninni en Ísland leikur í Malmö frá 11. – 15. janúar.  Miðarnir sem HSÍ hefur fengið úthlutaða að þessu sinni eru Cat 1 miðar og verðið er 1100 sænskar krónur.  Tveir leikir fara fram hvern dag og verður því um mikla handboltaveislu að ræða og gilda miðarnir á báða leiki dagsins í riðlakeppninni. Miðapantanir fara fram í gegnum netfangið midar@hsi.is og eru áhugasamir beðnir um að senda inn nafn, kennitölu, síma og netfang ásamt fjölda miða á hvern leik Íslands.  Hægt er að senda inn pantanir á miðum til 1. September nk.  Allar nánari upplýsingar má fá hjá skrifstofu HSÍ. Leikir liðsins í riðlakeppninni eru eftirfarandi: - 11.jan Danmörk – Ísland - 13.jan Ísland – Rússland - 15.jan Ísland – Ungverjaland
A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.