Golf

Misjafnt gengi Valdísar og Ólafíu í Skotlandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. vísir/getty

Valdís Þóra Jónsdóttir er í 71. sæti og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í því 135. eftir fyrsta hringinn á Opna skoska meistaramótinu sem fer fram í Aberdeen.

Valdís lék laglegt golf í dag og endaði fyrsta hringinn á parinu. Hún fékk fjóra skolla og fjóra rugla en á hinum holunum spilaði Skagastelpan á parinu.

Ólafía átti erfitt uppdráttar og endaði hringinn í dag á fjórum höggum yfir pari. Hún fékk einn tvöfaldan skolla, fjóra skalla og tvo fugla.

Hún endaði hringinn í dag á 75 höggum og verður að bæta leik sinn til muna á morgun vilji hún komast í gegnum niðurskurðinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.