Golf

Tiger í vandræðum á fyrsta mótinu eftir vonbrigðin á The Open

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tiger svekktur með sig.
Tiger svekktur með sig. vísir/getty

Kylfingurinn Tiger Woods lenti í vandræðum er hann tók þátt í sínum fyrsta móti eftir vonbrigðin hjá honum á The Open.

Tiger komst ekki í gegnum niðurskurðinn á The Open sem fór fram um miðjan júlímánuð en frammistaða hans þar olli vonbrigðum.

Tiger spilaði á 75 höggum í gær, eða fjórum höggum yfir pari, er hann keppti á Liberty National mótinu sem fer fram í New Jersey um helgina.

Tiger fékk fimm skolla og einn tvöfaldan skolla og er því þrettán höggum á eftir Troy Merritt en Bandaríkjamaðurinn spilaði fyrstu átján holurnar á 62 höggum.

Dustin Johnson er einu högginu á eftir Troy og í þriðja sætinu er þriðji Bandaríkjamaðurinn, Kevin Kisner.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.