Golf

Slæmt veður tafði tvisvar hringinn hjá Ólafíu Þórunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdótti
Ólafía Þórunn Kristinsdótti Getty/Mark Runnacles

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var eins og Valdís Þóra Jónsdóttir langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Opna skoska meistaramótinu í golfi.

Ólafía Þórunn sleppti Íslandsmóti á heimavelli þegar hún fékk óvænt boð um þátttöku á mótinu í Skotlandi en náði ekki að nýta sér þetta tækifæri.

Ólafía lék annan hringinn á eftir að hafa leikið á fjórum höggum yfir pari í dag. Þetta var fuglalaus hringur en hún paraði fjórtán holur og fékk fjóra skolla.

Hún endar því mótið á átta höggum yfir pari og er langt frá því að ná niðurskurðinum sem er miðaður við parið.

Ólafía Þórunn er nú við hlið löndu sinnar Valdísar Þóru í 127. til 138. sæti mótsins. 75 kylfingar eru að ná niðurskurðinum eins og staðan er núna.

Þetta var erfiður dagur enda slæmt veður á Renaissance vellinum í North Berwick í Skotlandi. Það þurfti tvisvar að gera hlé á leik vegna slæms veðurs.

Þegar það gerðist fyrst þá átti Ólafía Þórunn aðeins eftir að klára þrjár holur og svo átti hún aðeins eina holu eftir þegar leik var hætt á ný. Ólafía náði loksins á klára hringinn rúmum klukkutíma síðar.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.