Innfluttu íslenzku blómin Ólafur Stephensen skrifar 31. júlí 2019 07:00 Frétt sem birtist í Fréttablaðinu 9. maí vakti dálitla athygli. Fyrirsögnin var „Innflutningur blóma mengandi og óþarfur“. Þar var rætt við Axel Sæland, eiganda Espiflatar, stærsta blómaframleiðanda landsins, sem sagði að innlend framleiðsla gæti vel staðið undir íslenzkum blómamarkaði og innflutningur væri ónauðsynlegur. Axel kvartaði sáran yfir því að tollar á blóm væru of lágir og kæmu í veg fyrir að íslenzkir blómabændur gætu hækkað hjá sér verðið. Þó þykir líklega flestum 1.130 króna tollur á tíu túlipana búnt, sem kostar 600 krónur í innkaupum, drjúg skattheimta. Axel Sæland hélt því fram í viðtalinu að innflutningur á blómum væri langmest af sömu tegundum og ræktaðar eru hér á landi. Það er alls ekki rétt. Innlend framleiðsla á afskornum blómum er takmörkuð, hvort sem horft er á tegundir eða litaafbrigði af tegundum sem eru ræktaðar. Blómaverzlanir kvarta sáran undan því að úrvalið frá innlendum framleiðendum sé takmarkað, en innflutningur iðulega gerður of dýr með tollum. Þótt íslenzkir blómaframleiðendur segi eitt í blöðunum, eru þeir sjálfir í raun ekki þeirrar skoðunar að innflutningur sé óþarfur. Félagi atvinnurekenda bárust þannig ábendingar um að Espiflöt seldi blómvendi með íslenzku fánaröndinni og fullyrðingunni „íslensk blóm“ í verzlunum, en vendirnir væru blanda af innlendum og innfluttum jurtum. Til að sannreyna þetta, og koma í veg fyrir að villt sé um fyrir neytendum, sendi félagið Neytendastofu kvörtun. Stofnunin hóf rannsókn á málinu og niðurstaðan er sú að Espiflöt viðurkennir að í blómvöndunum, sem eru merktir „íslensk blóm“, séu innfluttar grænar greinar af fjórum tegundum. Fyrirtækið heldur því fram að það sé engu að síður í fullum rétti að nota fánaröndina og fullyrðinguna „íslensk blóm“ enda séu greinarnar ekki „einkennandi hluti vörunnar“. Hver sem verður niðurstaða Neytendastofu, liggur nú fyrir að jafnvel íslenzkir blómabændur sem segja innflutning óþarfan flytja inn blóm til að nota í vörur sínar.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Ólafur Stephensen Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Frétt sem birtist í Fréttablaðinu 9. maí vakti dálitla athygli. Fyrirsögnin var „Innflutningur blóma mengandi og óþarfur“. Þar var rætt við Axel Sæland, eiganda Espiflatar, stærsta blómaframleiðanda landsins, sem sagði að innlend framleiðsla gæti vel staðið undir íslenzkum blómamarkaði og innflutningur væri ónauðsynlegur. Axel kvartaði sáran yfir því að tollar á blóm væru of lágir og kæmu í veg fyrir að íslenzkir blómabændur gætu hækkað hjá sér verðið. Þó þykir líklega flestum 1.130 króna tollur á tíu túlipana búnt, sem kostar 600 krónur í innkaupum, drjúg skattheimta. Axel Sæland hélt því fram í viðtalinu að innflutningur á blómum væri langmest af sömu tegundum og ræktaðar eru hér á landi. Það er alls ekki rétt. Innlend framleiðsla á afskornum blómum er takmörkuð, hvort sem horft er á tegundir eða litaafbrigði af tegundum sem eru ræktaðar. Blómaverzlanir kvarta sáran undan því að úrvalið frá innlendum framleiðendum sé takmarkað, en innflutningur iðulega gerður of dýr með tollum. Þótt íslenzkir blómaframleiðendur segi eitt í blöðunum, eru þeir sjálfir í raun ekki þeirrar skoðunar að innflutningur sé óþarfur. Félagi atvinnurekenda bárust þannig ábendingar um að Espiflöt seldi blómvendi með íslenzku fánaröndinni og fullyrðingunni „íslensk blóm“ í verzlunum, en vendirnir væru blanda af innlendum og innfluttum jurtum. Til að sannreyna þetta, og koma í veg fyrir að villt sé um fyrir neytendum, sendi félagið Neytendastofu kvörtun. Stofnunin hóf rannsókn á málinu og niðurstaðan er sú að Espiflöt viðurkennir að í blómvöndunum, sem eru merktir „íslensk blóm“, séu innfluttar grænar greinar af fjórum tegundum. Fyrirtækið heldur því fram að það sé engu að síður í fullum rétti að nota fánaröndina og fullyrðinguna „íslensk blóm“ enda séu greinarnar ekki „einkennandi hluti vörunnar“. Hver sem verður niðurstaða Neytendastofu, liggur nú fyrir að jafnvel íslenzkir blómabændur sem segja innflutning óþarfan flytja inn blóm til að nota í vörur sínar.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar