Golf

Guðmundur farið upp um 1086 sæti á heimslistanum í ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Ágúst hefur náð afar góðum árangri á Nordic Golf-mótaröðinni í ár.
Guðmundur Ágúst hefur náð afar góðum árangri á Nordic Golf-mótaröðinni í ár. mynd/gsí/seth

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GR, hefur farið upp 1086 sæti á heimslistanum í golfi á þessu ári. Frá þessu er greint á Golf.is.

Þegar árið 2019 gekk í garð var Guðmundur í 1656. sæti heimslistans. Í dag er hann í 570. sæti.

Guðmundur er langefstur íslensku kylfinganna á heimslistanum. Haraldur Franklín Magnús kemur næstur í 1063. sæti. Axel Bóasson er í 1403. sæti og Birgir Leifur Hafþórsson í 1500. sæti.

Birgir Leifur er sá íslenski kylfingur sem hefur komist hæst á heimslistanum. Fyrir tveimur árum komst hann í 459. sæti listans.

Guðmundur hefur átt afar góðu gengi að fagna á Nordic Golf-mótaröðinni í ár. Hann hefur unnið þrjú mót á henni og er búinn að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni, þeirri næststerkustu á eftir Evrópumótaröðinni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.