Golf

Guðmundur vann þriðja mótið og er kominn á Áskorendamótaröðina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur lék á fimm höggum undir pari í dag.
Guðmundur lék á fimm höggum undir pari í dag. vísir/getty

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur vann sigur á Svea Leasing Open-mótinu í Svíþjóð. Mótið er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni.

Þetta er þriðja mótið sem Guðmundur vinnur á Nordic Golf-mótaröðinni í ár og hann er nú búinn að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni, þeirri næststerkustu á eftir Evrópumótaröðinni.

Guðmundur var með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn í dag. Hann lét forystuna aldrei af hendi, lék á fimm höggum undir pari í dag og landaði sigrinum af öryggi.

Guðmundur lék samtals á 16 höggum undir pari. Hann var fjórum höggum á undan Svíanum Jonathan Ågren. Landar hans, Tobias Edén og Charlie Jerner, voru jafnir í 3. sætinu á ellefu höggum undir pari.

Guðmundur fékk sjö fugla á þriðja hringnum í dag og tvo skolla.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.