Enski boltinn

Fimm vítaspyrnur í súginn þegar Wolves vann Man. City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úlfarnir fagna Rui Patrício sem varði þrjú víti í vítakeppninni.
Úlfarnir fagna Rui Patrício sem varði þrjú víti í vítakeppninni. vísir/getty

Wolves vann Englandsmeistara Manchester City í úrslitaleik Asíubikarsins, æfingamóts í Kína. Staðan eftir venjulegan leiktíma var markalaus en Úlfarnir unnu vítaspyrnukeppnina, 3-2.


Rui Patrício var hetjan í vítakeppninni en hann varði þrjár spyrnur City-manna; frá Ilkay Gündogan, David Silva og Lukas Nmecha.

Ryan Bennett, Taylor Perry og Ruben Vinagre skoruðu úr sínum spyrnum fyrir Wolves en Conor Coady og Max Kilman klikkuðu á punktinum.

Næsti leikur Wolves er gegn Crusaders í forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn.

City mætir Kitchee í æfingaleik í Hong Kong á miðvikudaginn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.