Handbolti

Kári framlengir við ÍBV

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kári er erfiður við að eiga.
Kári er erfiður við að eiga. vísir/bára

Kári Kristján Kristjánsson skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við ÍBV í gær. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Kári sneri aftur til ÍBV 2015. Hann varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari með liðinu á þarsíðasta tímabili.

Línumaðurinn öflugi hóf ferilinn með ÍBV og lék með liðinu til 2005 þegar hann fór til Hauka. Þar varð hann tvisvar sinnum Íslandsmeistari.

Kári, sem er 34 ára, lék sem atvinnumaður í Sviss, Þýskalandi og Danmörku og var svo eitt tímabil í herbúðum Vals (2014-15).

Á síðasta tímabili skoraði Kári 104 mörk í 26 leikjum með ÍBV. Eyjamenn enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar, unnu FH-inga, 2-0, í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar en töpuðu svo fyrir Haukum, 3-2, í undanúrslitunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.