Golf

Schauffele blandar sér í toppbaráttuna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Schauffele er samtals á sjö höggum undir pari og skammt frá efstu mönnum.
Schauffele er samtals á sjö höggum undir pari og skammt frá efstu mönnum. vísir/getty

Keppni á þriðja degi Opna breska meistaramótsins í golfi er nú í fullum gangi.

Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele hefur leikið á fjórum höggum undir pari í dag og farið upp um tólf sæti. Hann hefur haldið uppteknum hætti frá því í gær þegar hann lék á sex höggum undir pari. Schauffele er samtals á sjö höggum undir pari.


Englendingurinn Danny Willett hefur leikið manna best í dag, á fimm höggum undir pari. Hann er sem stendur í 9. sæti á sex höggum undir pari.

Bandaríkjamaðurinn Rickie Fowler og Svíinn Henrik Stenson hafa báðir leikið á þremur höggum undir pari í dag og farið upp um níu sæti.

Sigurvegarinn frá því í fyrra, Francesco Molinari, hefur lokið leik á þriðja hringnum. Ítalinn lék á einu höggi yfir pari í dag og er í 54. sæti.

Efstu menn eru nýbyrjaðir á þriðja hringnum. Þegar þetta er skrifað eru Englendingurinn Lee Westwood og Bandaríkjamaðurinn JB Holmes efstir og jafnir á samtals tíu höggum undir pari. Westwood hefur fengið þrjá fugla á fyrstu fjórum holunum á þriðja hringnum.

Bein útsending frá Opna breska stendur nú yfir á Stöð 2 Golf.


Tengdar fréttir

Tiger úr leik á Opna breska

Tiger Woods er úr leik á Opna breska risamótinu í golfi. Hann náði sér alls ekki á strik á Royal Portrush vellinum í Norður-Írlandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.