Golf

Fyrsti risatitill Lowry

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lowry fagnar.
Lowry fagnar. vísir/getty

Hinn írski, Shane Lowry, kom sá og sigraði er hann vann Opna-mótið sem fór fram í Norður-Írlandi síðustu daga en leikið var á Royal Portrush vellinum. Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni.

Þetta var fyrsti sigur Írans á stórmóti en hann spilaði stórkostlegt golf og var sigurinn í raun aldrei í hættu á lokahringnum í dag.

Lowry lenti í vandræðum á fyrstu holu og þá héldu einhverjir að þar myndi hann klúðra hlutunum en hann var efstur fyrir hringinn í dag. Það gerðist alls ekki.

Hringina fjóra kláraði Lowry á fimmtán höggum undir pari en næstur kom Everton stuðningsmaðurinn Tommy Fleetwood á níu höggum undir pari. Sjö höggum undir var í þriðja sætinu var Toni Finau.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.