"Mína Mús hefur glatað rödd sinni með andláti Russi Taylor“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júlí 2019 08:59 Russi Taylor talsetti Mínu Mús í yfir þrjá áratugi. Áður en hún var valin í starfið, úr hundruð umsækjenda, hitti hún sjálfan Walt Disney en hún var mikill aðdáandi. Vísir/getty Leikkonan Russi Taylor sem er þekkt fyrir að ljá teiknimyndapersónunni Mínu Mús rödd sína, er látin 75 ára að aldri. Taylor talaði fyrir Mínu Mús í meira en þrjá áratugi en vart þarf að taka fram að Mína Mús er skálduð teiknimyndapersóna eftir Walt Disney sem þekkt er á heimsvísu. Taylor talsetti einnig hinar ýmsu persónur Simpsons fjölskyldunnar. Þannig talsetti hún Sherri og Terri, tvíburana með fjólubláa hárið og Martin Prince, skólafélaga Barts Simpson. Taylor lést á föstudag í Kaliforníu að sögn Bob Iger, framkvæmdastjóra kvikmyndafyrirtækisins Disney. Hann tilgreindi ekki dánarorsök í yfirlýsingu sinni.„Guffi“ segir Taylor hafa verið hæfileikaríka og hógværa „Mína Mús hefur glatað rödd sinni með andláti Russi Taylor,“ sagði Iger sem sagði starfslið Disney afar þakklátt fyrir að hafa fengið að njóta samvistar við hina hæfileikaríku Taylor. „Það voru forréttindi að hafa þekkt hana og heiður að vinna með henni og við huggum okkur við þá tilhugsun að framlag hennar og vinna mun halda áfram að skemmta og hreyfa við kynslóðun um ókomna tíð.“ Bill Farmer sem þekktur er fyrir að ljá Guffa, vini Mínu Mús og Mikka Mús rödd sína, sagði að Taylor hefði verið alveg jafn yndisleg, fyndin, ljúf og Mína Mús. Hún hefði verið gríðarlega hæfileikarík en um leið auðmjúk og hógvær. „Mikki Mús“ og „Mína Mús“ voru raunverulega par Taylor var gift leikaranum Wayne Allwine sem þekktastur er að hafa ljáð Mikka Mús rödd sína. Allwine og Taylor giftu sig árið 1991 en Allwines lést árið 2009. Mikki Mús og Mína Mús eru kærustupar í teiknimyndunum.„Mína Mús“ smellir kossi á Russi Taylor.Vísir/getty Andlát Bandaríkin Disney Hollywood Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira
Leikkonan Russi Taylor sem er þekkt fyrir að ljá teiknimyndapersónunni Mínu Mús rödd sína, er látin 75 ára að aldri. Taylor talaði fyrir Mínu Mús í meira en þrjá áratugi en vart þarf að taka fram að Mína Mús er skálduð teiknimyndapersóna eftir Walt Disney sem þekkt er á heimsvísu. Taylor talsetti einnig hinar ýmsu persónur Simpsons fjölskyldunnar. Þannig talsetti hún Sherri og Terri, tvíburana með fjólubláa hárið og Martin Prince, skólafélaga Barts Simpson. Taylor lést á föstudag í Kaliforníu að sögn Bob Iger, framkvæmdastjóra kvikmyndafyrirtækisins Disney. Hann tilgreindi ekki dánarorsök í yfirlýsingu sinni.„Guffi“ segir Taylor hafa verið hæfileikaríka og hógværa „Mína Mús hefur glatað rödd sinni með andláti Russi Taylor,“ sagði Iger sem sagði starfslið Disney afar þakklátt fyrir að hafa fengið að njóta samvistar við hina hæfileikaríku Taylor. „Það voru forréttindi að hafa þekkt hana og heiður að vinna með henni og við huggum okkur við þá tilhugsun að framlag hennar og vinna mun halda áfram að skemmta og hreyfa við kynslóðun um ókomna tíð.“ Bill Farmer sem þekktur er fyrir að ljá Guffa, vini Mínu Mús og Mikka Mús rödd sína, sagði að Taylor hefði verið alveg jafn yndisleg, fyndin, ljúf og Mína Mús. Hún hefði verið gríðarlega hæfileikarík en um leið auðmjúk og hógvær. „Mikki Mús“ og „Mína Mús“ voru raunverulega par Taylor var gift leikaranum Wayne Allwine sem þekktastur er að hafa ljáð Mikka Mús rödd sína. Allwine og Taylor giftu sig árið 1991 en Allwines lést árið 2009. Mikki Mús og Mína Mús eru kærustupar í teiknimyndunum.„Mína Mús“ smellir kossi á Russi Taylor.Vísir/getty
Andlát Bandaríkin Disney Hollywood Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira