Formúla 1

Uppgjörsþáttur eftir hamaganginn á Hockenheimring

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Max Verstappen fagnar sigrinum á Hockenheimring.
Max Verstappen fagnar sigrinum á Hockenheimring. vísir/getty

Max Verstappen á Red Bull vann sigur í þýska kappakstrinum á Hockenheimring í dag. Þetta var annar sigur hans á tímabilinu.

Kappaksturinn í dag var afar viðburðarríkur. Það rigndi hressilega og aðstæður settu stórt strik í reikning keppenda.

Sex keppendur þurftu að hætta keppni, þ.á.m. Valtteri Bottas, sem er í 2. sæti í keppni ökuþóra. Samherji hans á Mercedes, heimsmeistarinn Lewis Hamilton, gerði sig sekan um tvenn slæm mistök og endaði í 11. sæti.

Sebastian Vettel á Ferrari náði 2. sæti eftir góðan endasprett og Daniil Kvyat á Toro Rosso varð þriðji. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2016 sem Rússinn kemst á pall.

Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Sýnar um Formúlu 1, fóru yfir þýska kappakstrinum á Stöð 2 Sport í dag. Uppgjörsþáttinn má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Uppgjörsþáttur eftir þýska kappaksturinn
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.