Formúla 1

Verstappen fyrstur í mark í mögnuðum kappakstri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Verstappen fagnar í dag.
Verstappen fagnar í dag. vísir/getty

Belgíski Hollendingurinn, Max Verstappen, stóð uppi sem sigurvegari í formúlu 1 kappakstrinum sem fór fram í Þýskalandi í dag. Kappaksturinn var einn sá skemmtilegasti sem sést hefur lengi.

Fjórir af þeim bílum sem enduðu í sex efstu sætunum byrjuðu í einhverju af neðstu sex sætunum en kappaksturinn í dag var algjörlega mögnuð skemmtun.

Það gekk mikið á í kappakstrinum í dag en mikil rigning hefur verið í Þýskalandi sem gerði ökuþórum erfitt fyrir. Til að mynda byrjaði Sebastian Vettel sem 20. en endaði í öðru sætinu, slík var dramatíkin.

Eins og áður segir voru Verstappen og Vettel í fyrstu tveimur sætunum en í þriðja sætinu kom Daniil Kvyat í mark frá Toro Rosso. Hann hefur ekki komist á verðlaunapall í síðustu ellefu keppnum.

Heimsmeistarinn Lewis Hamilton og samherji hans hjá Mercedes, Valtteri Bottas, lentu í vandræðum í keppninni í dag. Hamilton endaði ellefti og Bottas náði ekki að klára en einungis þrettán ökuþórar kláruðu keppnina í dag.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.