Formúla 1

Verstappen fyrstur í mark í mögnuðum kappakstri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Verstappen fagnar í dag.
Verstappen fagnar í dag. vísir/getty
Belgíski Hollendingurinn, Max Verstappen, stóð uppi sem sigurvegari í formúlu 1 kappakstrinum sem fór fram í Þýskalandi í dag. Kappaksturinn var einn sá skemmtilegasti sem sést hefur lengi.Fjórir af þeim bílum sem enduðu í sex efstu sætunum byrjuðu í einhverju af neðstu sex sætunum en kappaksturinn í dag var algjörlega mögnuð skemmtun.Það gekk mikið á í kappakstrinum í dag en mikil rigning hefur verið í Þýskalandi sem gerði ökuþórum erfitt fyrir. Til að mynda byrjaði Sebastian Vettel sem 20. en endaði í öðru sætinu, slík var dramatíkin.Eins og áður segir voru Verstappen og Vettel í fyrstu tveimur sætunum en í þriðja sætinu kom Daniil Kvyat í mark frá Toro Rosso. Hann hefur ekki komist á verðlaunapall í síðustu ellefu keppnum.Heimsmeistarinn Lewis Hamilton og samherji hans hjá Mercedes, Valtteri Bottas, lentu í vandræðum í keppninni í dag. Hamilton endaði ellefti og Bottas náði ekki að klára en einungis þrettán ökuþórar kláruðu keppnina í dag.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.