Formúla 1

Sjöunda árið í röð sem Mercedes er á ráspól í breska kappakstrinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bottas í eldlínunni í dag.
Bottas í eldlínunni í dag. vísir/getty

Ökuþórinn Valtteri Bottas er á rásspól fyrir breska Formúlu 1 kappaksturinn en Mercedes-liðsfélagararnir eru í efstu tveimur sætunum fyrir kappakstur morgundagsins.

Bottas kom rétt á undan samherja sínum hjá Mercedes, Lewis Hamilton í mark, en Bottas var 0,006 úr sekúndu á undan heimsmeistaranum. Lygilegur munur.

Charles Leclerc, frá Ferrari, var nokkuð óvænt í þriðja sætinu en hann sagðist hafa gert mistök í síðustu beygjunni. Hefði hann ekki gert þau hefði hann væntanlega verið á rásspól.

Red Bull á svo fjórða og fimmta sætið en Max Verstappen byrjar fjórði og fimmti verður Pierre Gasley. Sebastian Vettel náði sér ekki á strik og byrjar sjötti á morgun.

Útsending frá keppninni hefst klukkan 12.50 á Stöð 2 Sport á morgun.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.