Golf

Kim hélt forystunni og leiðir með einu höggi fyrir lokahringinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sei Young Kim lék á fimm höggum undir pari í dag og hélt forystunni á Marathon Classic-mótinu.
Sei Young Kim lék á fimm höggum undir pari í dag og hélt forystunni á Marathon Classic-mótinu. vísir/getty

Sei Young Kim frá Suður-Kóreu er með höggs forystu á Lexi Thompson frá Bandaríkjunum fyrir lokahringinn á Marathon Classic-mótinu í Ohio í Bandaríkjunum. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á meðal keppenda á Marathon Classic og komst í gegnum niðurskurðinn. Hún lék á fjórum höggum yfir pari í dag og er í 77. sæti á samtals fimm höggum yfir pari.

Kim var með forystu eftir fyrstu tvo hringina og hún lét toppsætið ekki af hendi í dag. Hún lék á fimm höggum undir pari í dag og er samtals á 16 höggum undir pari.


Thompson lék á sex höggum undir pari í dag og fór upp í 2. sætið á samtals 15 höggum undir pari. Hin suður-kóreska Jeonguen Lee6 átti sinn sísta hring á mótinu (-2) og datt úr 2. sætinu niður í það þriðja. Hún er samtals á tólf höggum undir pari.

Carlota Ciganda frá Spáni og bandarísku kylfingarnir Jennifer Kupcho og Stacy Lewis er jafnar í 4. sæti á samtals ellefu höggum undir pari.

Bein útsending frá lokahring mótsins hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 4 á morgun.Tengdar fréttir

Ólafía með sex fugla á LPGA

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, fór vel af stað á fyrsta hring á Marathon Classic mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.