Golf

Ólafía skreið í gegnum niðurskurðinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafía er komin áfram.
Ólafía er komin áfram. vísir/getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, komst í gegnum niðurskurðinn á Marathon Classic mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi.

Ólafía lék frábært golf á fyrsta hringnum í gær. Sex fuglar litu dagsins ljós hjá Ólafíu í gær en hún endaði að lokum þremur höggum undir pari á fyrsta hringnum í Ohio.

Hún var því í fínni stöðu fyrir hringinn í dag en fór brösuglega af stað. Hún fékk einn skolla og átta pör á fyrstu níu holunum svo þetta leit allt vel út.

Síðari níu holurnar byrjaði hún ekki vel því hún spilaði fyrstu sex holurnar á síðari níu á fjórum yfir pari.

Búin að koma sér í vandræði en endaði þó með því að leika hrigina tvo á samtals á einu höggi yfir pari. Það skilaði henni í gegnum niðurskurðinn.

Glæsilegt hjá Ólafía sem mun því leika á þriðja hringnum á morgun en útsendingin frá mótinu hefst klukkan 19.00 annað kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.