Golf

Sex skollar og tveir fuglar hjá Ólafíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafía er í eldlínunni á sterkustu mótaröð heims.
Ólafía er í eldlínunni á sterkustu mótaröð heims. vísir/getty

Atvinnukylfingurinn úr GR, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, átti erfitt uppdráttar á þriðja hringnum á Marathon Classic-mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni.

Ólafía kom sér í gegnum niðurskurðinn í gærkvöldi en tæpt var það. Hún var svo mætt eldsnemma út í morgun en gengi Ólafíu var ekkert sérstakt í dag.

Hún fékk fimm skolla á fyrstu níu holunum en fékk þó fugl á níundu holuni. Síðari níu holurnar spilaði hún svo á pari; fékk skolla á elleftu en fugl á 18. holunni og spilaði Ólafía því á fjórum höggum yfir pari í dag.

Samtals er hún því á fimm yfir pari en þegar þetta er skrifað er Ólafía í 77. sætinu. Fjórði og síðasti hringurinn fer fram á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.