Golf

Ólafía með sex fugla á LPGA

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdótti
Ólafía Þórunn Kristinsdótti Getty/Mark Runnacles

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, fór vel af stað á fyrsta hring á Marathon Classic mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi.

Ólafía hefur verið meðal þátttakanda í nokkrum LPGA mótum á síðustu vikum, en hún er ekki með fullan þátttökurétt á mótaröðinni. Henni hefur ekki gengið nógu vel á síðustu mótum en náði sér vel á strik í Ohio.

Samtals komu sex fuglar á hringnum hjá Ólafíu en skolli á 10. holu og tvöfaldur skolli á þeirri tólftu þýddu að hún kláraði á þremur undir pari.

Það skilaði Ólafíu jafnri í 20. sæti mótsins en efstar að einum hring loknum eru Alena Sharp frá Kanada og Kóreukonan Youngin Chun á sjö höggum undir pari.

Ólafía hefur leik á öðrum hring klukkan 14:16 að staðartíma, sem er korter yfir sex að íslenskum tíma. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 20:30 á Stöð 2 Sport 4.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.