Golf

Ólafía með sex fugla á LPGA

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdótti
Ólafía Þórunn Kristinsdótti Getty/Mark Runnacles
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, fór vel af stað á fyrsta hring á Marathon Classic mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi.Ólafía hefur verið meðal þátttakanda í nokkrum LPGA mótum á síðustu vikum, en hún er ekki með fullan þátttökurétt á mótaröðinni. Henni hefur ekki gengið nógu vel á síðustu mótum en náði sér vel á strik í Ohio.Samtals komu sex fuglar á hringnum hjá Ólafíu en skolli á 10. holu og tvöfaldur skolli á þeirri tólftu þýddu að hún kláraði á þremur undir pari.Það skilaði Ólafíu jafnri í 20. sæti mótsins en efstar að einum hring loknum eru Alena Sharp frá Kanada og Kóreukonan Youngin Chun á sjö höggum undir pari.Ólafía hefur leik á öðrum hring klukkan 14:16 að staðartíma, sem er korter yfir sex að íslenskum tíma. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 20:30 á Stöð 2 Sport 4.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.