Golf

Sex skollar og tveir fuglar hjá Ólafíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafía er í eldlínunni á sterkustu mótaröð heims.
Ólafía er í eldlínunni á sterkustu mótaröð heims. vísir/getty
Atvinnukylfingurinn úr GR, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, átti erfitt uppdráttar á þriðja hringnum á Marathon Classic-mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni.

Ólafía kom sér í gegnum niðurskurðinn í gærkvöldi en tæpt var það. Hún var svo mætt eldsnemma út í morgun en gengi Ólafíu var ekkert sérstakt í dag.

Hún fékk fimm skolla á fyrstu níu holunum en fékk þó fugl á níundu holuni. Síðari níu holurnar spilaði hún svo á pari; fékk skolla á elleftu en fugl á 18. holunni og spilaði Ólafía því á fjórum höggum yfir pari í dag.

Samtals er hún því á fimm yfir pari en þegar þetta er skrifað er Ólafía í 77. sætinu. Fjórði og síðasti hringurinn fer fram á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×