Formúla 1

Uppgjörsþáttur eftir kappaksturinn á Silverstone

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hamilton stefnir hraðbyri í átt að sínum sjötta heimsmeistaratitli.
Hamilton stefnir hraðbyri í átt að sínum sjötta heimsmeistaratitli. vísir/getty
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes hrósaði sigri í breska kappakstrinum á Silverstone í dag.



Þetta er í sjötta sinn sem Hamilton vinnur á heimavelli. Enginn hefur unnið breska kappaksturinn jafn oft og hann.

Hamilton hefur unnið sjö af tíu keppnum tímabilsins í Formúlu 1 og er með 39 stiga forskot á samherja sinn hjá Mercedes, Valtteri Bottas, í keppni ökuþóra. Sá finnski endaði í 2. sæti í dag.

Charles Leclerc varð þriðji en ekki gekk jafn vel hjá samherja hans á Ferrari, Sebastian Vettel, sem fékk tíu sekúndna refsingu og endaði í 16. sæti.

Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar íþróttadeildar um Formúlu 1, fóru yfir breska kappaksturinn á Stöð 2 Sport. Uppgjörsþátt þeirra má sjá hér fyrir neðan.



Klippa: Uppgjör á Bretlandskappakstrinum







Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×