Orkuspá missir marks Sigurður Hannesson skrifar 15. júlí 2019 07:00 Daglegt líf okkar er háð notkun raforku og því mikilvægt að sú grunnstoð sem raforkukerfið er standi traustum fótum og sé áreiðanlegt. Byggja þarf ákvarðanir á sem bestum upplýsingum hverju sinni og á skýrri framtíðarsýn. Slíkar ákvarðanir eru ekki einkamál opinberra aðila eða stjórnvalda heldur þarf samtal við notendur svo unnt sé að leggja mat á raforkuþörf til lengri tíma. Þannig má draga úr líkum á raforkuskorti, raforkuskerðingum eða öðru skaðlegu inngripi í dagleg störf heimila og fyrirtækja í landinu. Á þessu er misbrestur enda byggja ákvarðanir ekki á bestu upplýsingum þar sem ekki er rætt við notendur um þeirra áform. Eftirspurn eftir raforku fer vaxandi með aukinni fólksfjölgun, orkuskiptum og auknum umsvifum í atvinnulífinu. Undanfarna daga hefur forstjóri Landsnets vakið athygli á yfirvofandi hættu á orkuskorti með tilheyrandi skerðingum. Önnur orkufyrirtæki hafa tekið undir þetta. Vinna við raforkuspá er í höndum Orkustofnunar sem gefur út nýja orkuspá árlega. Ekki er rætt við notendur um þeirra áform og því hefur spáin misst marks undanfarin ár. Óhætt er að taka undir gagnrýni forstjóra Landsnets á umrædda starfshætti og slagsíðu varðandi orkuspána. Slíkt tómlæti – að ræða ekki við notendur – getur ekki annað en orsakað ósamræmi á milli opinberrar raforkuspár og raunverulegrar raforkuþarfar notenda. Því þarf að breyta. Það blasir við að slík raforkuspá missi marks og ákvarðanir byggðar á orkuspánni leiði til orkuskorts. Slíkar skerðingar munu óhjákvæmilega þýða rask á daglegu lífi landsmanna og minni sköpun verðmæta, sem bitnar á lífsgæðum landsmanna til lengri tíma litið. Stefnur stjórnvalda og áherslur sem tengjast orkunotkun þurfa að tala saman og taka um leið tillit til stigvaxandi orkuþarfar jafnt atvinnulífs sem heimila í landinu. Eins þarf að tryggja, eins og forstjóri Landsnets bendir á, að ábyrgð á nægjanlegu afli sé skýr og hafi skilvirkni raforkukerfisins að leiðarljósi. Úrbóta er sannarlega þörf.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Sigurður Hannesson Stóriðja Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Daglegt líf okkar er háð notkun raforku og því mikilvægt að sú grunnstoð sem raforkukerfið er standi traustum fótum og sé áreiðanlegt. Byggja þarf ákvarðanir á sem bestum upplýsingum hverju sinni og á skýrri framtíðarsýn. Slíkar ákvarðanir eru ekki einkamál opinberra aðila eða stjórnvalda heldur þarf samtal við notendur svo unnt sé að leggja mat á raforkuþörf til lengri tíma. Þannig má draga úr líkum á raforkuskorti, raforkuskerðingum eða öðru skaðlegu inngripi í dagleg störf heimila og fyrirtækja í landinu. Á þessu er misbrestur enda byggja ákvarðanir ekki á bestu upplýsingum þar sem ekki er rætt við notendur um þeirra áform. Eftirspurn eftir raforku fer vaxandi með aukinni fólksfjölgun, orkuskiptum og auknum umsvifum í atvinnulífinu. Undanfarna daga hefur forstjóri Landsnets vakið athygli á yfirvofandi hættu á orkuskorti með tilheyrandi skerðingum. Önnur orkufyrirtæki hafa tekið undir þetta. Vinna við raforkuspá er í höndum Orkustofnunar sem gefur út nýja orkuspá árlega. Ekki er rætt við notendur um þeirra áform og því hefur spáin misst marks undanfarin ár. Óhætt er að taka undir gagnrýni forstjóra Landsnets á umrædda starfshætti og slagsíðu varðandi orkuspána. Slíkt tómlæti – að ræða ekki við notendur – getur ekki annað en orsakað ósamræmi á milli opinberrar raforkuspár og raunverulegrar raforkuþarfar notenda. Því þarf að breyta. Það blasir við að slík raforkuspá missi marks og ákvarðanir byggðar á orkuspánni leiði til orkuskorts. Slíkar skerðingar munu óhjákvæmilega þýða rask á daglegu lífi landsmanna og minni sköpun verðmæta, sem bitnar á lífsgæðum landsmanna til lengri tíma litið. Stefnur stjórnvalda og áherslur sem tengjast orkunotkun þurfa að tala saman og taka um leið tillit til stigvaxandi orkuþarfar jafnt atvinnulífs sem heimila í landinu. Eins þarf að tryggja, eins og forstjóri Landsnets bendir á, að ábyrgð á nægjanlegu afli sé skýr og hafi skilvirkni raforkukerfisins að leiðarljósi. Úrbóta er sannarlega þörf.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar