Harmleikur með kaffinu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 16. júlí 2019 07:00 Á sunnudagsmorgun féll ég í þá freistni, klukkan átta að morgni, að kveikja á imbanum og fylgjast með nautahlaupi á San Fermín hátíðinni í Pamplona. Mér varð hugsað til Hemingways en lét þó vera að fá mér einn gráan. Svo flaug rakettan upp í bláan himininn, hliðið var opnað og naut með allt á hornum sér hlupu af stað. Fljótlega hélt einn hlauparinn um horn eins þeirra og hékk þar nokkurn spöl rétt eins og hann væri að húkka að hætti bílddælskra barna hér í denn sem reyndar héngu aftan í skrjóðum. Mér svelgdist ekki á kaffinu enda slapp húkkarinn frá Pamplona furðu vel af hornum þessum. Skepnurnar hlaupa niður götuna en fólkið flýr undan eða hallar sér upp að vegg. Allt í einu gengur maður í hægðum sínum fyrir hjörðina. Ekki veit ég hvað honum gekk til. Það skiptir engum togum að boli vippar honum á loft og kemur kappinn niður á herðarnar. Ekki veit ég meira um örlög þessa manns. Kannski vill svo heppilega til að hann verði á barnum um næstu helgi að segja reynslusögur, jafnvel svæsnari en hraðlyginn Vestfirðingur hefur upp á að bjóða. En kannski stígur hann ekki meira í lappirnar það sem eftir lifir ævi, kannski er ástand hans enn verra svo það minni okkur á ófarir Christophers Reeve. Kannski var ég að horfa á hræðilegan harmleik meðan ég sötraði kaffið. Ég sem er vanur að vera að skokka eða lesa á þessum tíma dags. Það er greinilega satt hjá Guðrúnu Ósvífursdóttur, morgunverkin geta verið æði misjöfn. Það fór um mig þegar ég sá atvikið í hægri endursýningu. Svo hætti ég að hugsa um þetta, enda komið að yfirliti frétta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á sunnudagsmorgun féll ég í þá freistni, klukkan átta að morgni, að kveikja á imbanum og fylgjast með nautahlaupi á San Fermín hátíðinni í Pamplona. Mér varð hugsað til Hemingways en lét þó vera að fá mér einn gráan. Svo flaug rakettan upp í bláan himininn, hliðið var opnað og naut með allt á hornum sér hlupu af stað. Fljótlega hélt einn hlauparinn um horn eins þeirra og hékk þar nokkurn spöl rétt eins og hann væri að húkka að hætti bílddælskra barna hér í denn sem reyndar héngu aftan í skrjóðum. Mér svelgdist ekki á kaffinu enda slapp húkkarinn frá Pamplona furðu vel af hornum þessum. Skepnurnar hlaupa niður götuna en fólkið flýr undan eða hallar sér upp að vegg. Allt í einu gengur maður í hægðum sínum fyrir hjörðina. Ekki veit ég hvað honum gekk til. Það skiptir engum togum að boli vippar honum á loft og kemur kappinn niður á herðarnar. Ekki veit ég meira um örlög þessa manns. Kannski vill svo heppilega til að hann verði á barnum um næstu helgi að segja reynslusögur, jafnvel svæsnari en hraðlyginn Vestfirðingur hefur upp á að bjóða. En kannski stígur hann ekki meira í lappirnar það sem eftir lifir ævi, kannski er ástand hans enn verra svo það minni okkur á ófarir Christophers Reeve. Kannski var ég að horfa á hræðilegan harmleik meðan ég sötraði kaffið. Ég sem er vanur að vera að skokka eða lesa á þessum tíma dags. Það er greinilega satt hjá Guðrúnu Ósvífursdóttur, morgunverkin geta verið æði misjöfn. Það fór um mig þegar ég sá atvikið í hægri endursýningu. Svo hætti ég að hugsa um þetta, enda komið að yfirliti frétta.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun