„Fáum 10-15 íslenska leikmenn í sterkustu deildirnar á næstu 3-4 árum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2019 19:30 Arnar Freyr er með marga þekkta handboltamenn á sínum snærum. mynd/stöð 2 Arnar Freyr Theodórsson hefur getið sér gott orð sem umboðsmaður handboltamanna á síðustu árum. Meðal leikmanna sem hann er með á sínum snærum eru Sander Sagosen, Aron Pálmarsson, Viktor Gísli Hallgrímsson og Haukur Þrastarson. Arnar segir áhuga félaga á Norðurlöndunum á íslenskum leikmönnum mikinn og deildirnar þar séu góður stökkpallur fyrir okkar ungu og efnilegu leikmenn. „Við virðumst henta mjög vel í þennan skandinavíska bolta. Við erum með góða tæknikunnáttu sem þarf í þessum deildum en vantar oft líkamsstyrk. En við náum að búa okkur undir stærri og sterkari deildir í Skandinavíu. Það virðist henta okkur ungu leikmönnum mjög vel að byrja sinn atvinnumannaferil í þar,“ sagði Arnar í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Arnar hefur trú á því að íslenskum leikmönnum í sterkustu deildum heims, í Þýskalandi og Frakklandi, muni fjölga á næstu árum. „Við vorum með mjög sterkt landslið þegar flestir okkar leikmanna voru að spila í þessum deildum en það skapaðist svolítið getubil á milli bestu íslensku leikmannanna og þeirra sem spiluðu á Íslandi. Þeir voru ekki nógu sterkir til að koma í þessar deildir. En núna er útlit fyrir að við verðum með marga leikmenn í þessum deildum á komandi árum. Mér finnst vera 10-15 leikmenn sem munu fara í þessar deildir á næstu 3-4 árum,“ sagði Arnar. „Ef allt fer eins og á horfir verðum við með nokkra leikmenn nálægt heimsklassa eða í heimsklassa þannig að framtíðin er björt í íslenskum handbolta að mínu mati.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Mikill áhugi á íslenskum leikmönnum Íslenski handboltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Arnar Freyr Theodórsson hefur getið sér gott orð sem umboðsmaður handboltamanna á síðustu árum. Meðal leikmanna sem hann er með á sínum snærum eru Sander Sagosen, Aron Pálmarsson, Viktor Gísli Hallgrímsson og Haukur Þrastarson. Arnar segir áhuga félaga á Norðurlöndunum á íslenskum leikmönnum mikinn og deildirnar þar séu góður stökkpallur fyrir okkar ungu og efnilegu leikmenn. „Við virðumst henta mjög vel í þennan skandinavíska bolta. Við erum með góða tæknikunnáttu sem þarf í þessum deildum en vantar oft líkamsstyrk. En við náum að búa okkur undir stærri og sterkari deildir í Skandinavíu. Það virðist henta okkur ungu leikmönnum mjög vel að byrja sinn atvinnumannaferil í þar,“ sagði Arnar í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Arnar hefur trú á því að íslenskum leikmönnum í sterkustu deildum heims, í Þýskalandi og Frakklandi, muni fjölga á næstu árum. „Við vorum með mjög sterkt landslið þegar flestir okkar leikmanna voru að spila í þessum deildum en það skapaðist svolítið getubil á milli bestu íslensku leikmannanna og þeirra sem spiluðu á Íslandi. Þeir voru ekki nógu sterkir til að koma í þessar deildir. En núna er útlit fyrir að við verðum með marga leikmenn í þessum deildum á komandi árum. Mér finnst vera 10-15 leikmenn sem munu fara í þessar deildir á næstu 3-4 árum,“ sagði Arnar. „Ef allt fer eins og á horfir verðum við með nokkra leikmenn nálægt heimsklassa eða í heimsklassa þannig að framtíðin er björt í íslenskum handbolta að mínu mati.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Mikill áhugi á íslenskum leikmönnum
Íslenski handboltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita