Golf

Sex ára stelpa dó eftir misheppnað golfhögg föður síns

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd frá golfvelli.
Mynd frá golfvelli. Getty/Brendan Mora
Hryllilegt slys varð á golfvelli í Bandaríkjunum í vikunni sem sýnir hversu varlega þarf að fara í kringum kylfinga og golfvelli.

Sex ára stúlka lést eftir að hafa orðið fyrir golfkúlu á Sleepy Ridge vellinum. Golfkúlan lenti á henni eftir misheppnað upphafshögg föður hennar. Atburðurinn gerðist í Utah-fylki.

Stelpan sat í golfkerru á meðan faðir hennar sló aðeins sex metrum frá. Höggið misheppnaðist algjörlega og kúlan endaði í hálsi stelpunnar með skelfilegum afleiðingum.

Neyðarlína fékk símtal í kringum 10.25 og stúlkan var flutt á sjúkrahús í nágrenninu. Seinna var flogið með hana á barnaspítala í Salt Lake City. Það tókst ekki að bjarga lífi hennar þar og hún lést um kvöldið.

Steven Marett, yfirgolfkennari á Sleepy Ridge vellinum, sagði í vðtali við KSL að hann hefði séð fólk verða fyrir golfkúlum áður en þetta er í fyrsta sinn sem það verður svona alvarlegt slys á golfvellinum.

„Þetta er algjörlega óhugsandi og þetta er hryllilegt fyrir alla hér á golfvellinum sem og í samfélaginu,“ sagði Steven Marett.

„Þetta er rosalega sorglegur atburður og ég get ekki ímyndað mér hvað faðir hennar er að ganga í gegnum um,“ sagði Marett.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.