Golf

Með fimm högga forystu fyrir lokahringinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cydney Clanton og Jasmine Suwannapura léku á níu höggum undir pari í dag.
Cydney Clanton og Jasmine Suwannapura léku á níu höggum undir pari í dag. vísir/getty

Cydney Clanton frá Bandaríkjunum og Jasmine Suwannapura frá Taílandi eru með fimm högga forystu fyrir lokahringinn á Dow Great Lakes Bay Invitational-mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Leikið er á Midland-vellinum í Michigan.

Clanton og Suwannapura léku liða best í dag, eða á sjö höggum undir pari.

Þær eru samtals á 16 höggum undir pari, fimm höggum á undan næstu liðum.

Í gær taldi betra skor á hverri holu en í dag skiptust kylfingarnir á að slá einn bolta.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í liði með Cheyenne Woods á mótinu. Þær stöllur komust ekki í gegnum niðurskurðinn.

Bein útsending frá fjórða og síðasta hring mótsins hefst klukkan 22:00 á Stöð 2 Golf á morgun.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.