Enski boltinn

Rashford þakkaði Solskjær eftir að hafa skrifað undir nýjan fjögurra ára samning

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/getty
Marcus Rashford hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við Manchester United en þetta staðfesti félagið í dag.

Rashford, sem er uppalinn hjá United, var fyrsti framherji félagsins eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við liðinu á síðustu leiktíð og þakkar hann nú traustið.

Talið er að vikulaun enska landsliðsmannsins verði á bilinu 250 til 300 þúsund pund á viku en klásúla er í samningnum að aðilarnir geta bætt einu ári við samninginn.







„Manchester United hefur verið allt fyrir mig síðan ég kom til félagsins þegar ég var sjö ára. Félagið hefur skapað mig, bæði sem leikmann og persónu, svo það er heiður að fá að klæðast treyjunni,“ sagði Rashford.

„Ég vil þakka Ole og þjálfarateyminu fyrir allt sem þeir hafa gert fyrir mig. Ég mun hjálpa liðinu að komast aftur á þann stað sem það á heima,“ bætti Rashford við.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×