Staðfesta Íslands Davíð Stefánsson skrifar 2. júlí 2019 07:00 Við öðlumst mannréttindi við fæðingu. Þau spretta af samfélagslegu mikilvægi þess að fólk beri virðingu hvert fyrir öðru og viðurkenni rétt allra til mannlegrar reisnar. Þau eru óháð félagslegri stöðu, eignum, kynferði, kynþætti, litarhafti, trú, tungu, skoðunum og þjóðerni. Algild. Alþjóðasamfélagið hefur viðurkennt tilvist mannréttinda með ýmsum skuldbindingum. Hlutverk Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna er að efla og vernda mannréttindi, fjalla um mannréttindabrot og beina tilmælum til einstakra ríkja um úrbætur. Ísland tók sæti í Mannréttindaráðinu í júlí á síðasta ári og situr þar út árið 2019. Þetta er eitt veigamesta hlutverk sem Ísland gegnir á alþjóðavettvangi og einstakt tækifæri til að láta gott af sér leiða. Áherslur Íslands í ráðinu lúta að jafnréttismálum, réttindum hinsegin fólks, réttindum barna, umbótum á starfsemi ráðsins og tengslum mannréttinda við umhverfismál. Í ráðinu hefur Ísland meðal annars leitt sameiginlega yfirlýsingu um bágborna stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu. Þar hefur baráttufólk fyrir kvenréttindum verið fangelsað og pyntað. Þrengt er að fjölmiðlamönnum og þeir myrtir. Á vettvangi ráðsins hefur Ísland að auki leitt gagnrýni á Duterte forseta á Filippseyjum. Hann fyrirskipaði aftökur á þúsundum manna í svokölluðu stríði gegn fíkniefnum. Mannréttindaráðið er vaktað af ýmsum frjálsum alþjóðlegum félagasamtökum. Þar á meðal er Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) sem er alþjóðleg samtök, óháð ríkisstjórnum, sem fylgjast með þróun mannréttinda og mannréttindabrota um allan heim. Athyglisvert var að heyra í John Fisher, forystumanni Mannréttindavaktarinnar, þegar hann heimsótti Ísland á vordögum. Hann benti á að að þegar ekkert annað ríki vildi gagnrýna Sádi-Arabíu vegna mögulegra hagsmunaárekstra sýndi Ísland staðfestu. „Gott frumkvæði lítur aldrei dagsins ljós nema ríki stígi fram með forystu og ábyrgð gegn því ástandi refsileysis að brotamenn telja sig geta komið fram vilja sínum og verði ekki gerðir ábyrgir af verkum sínum,“ sagði Fischer. Fulltrúi Mannréttindavaktarinnar sagði það hafa verið til fyrirmyndar hvernig Ísland leiddi starfið á þessum vettvangi. Það var ekki skilyrt þátttöku annarra ríkja. Mörg ríki eru reiðubúin að gagnrýna mannréttindabrot ef þau finna stuðning nægilega margra. Þau vilji fyrst lóða dýptina. En Ísland lagði til formlega gagnrýni á Sáda og bað svo um stuðning annarra. Þessari staðfestu Íslands fylgdu aðrir eftir. Hér er vel að verki staðið. Íslensk utanríkisþjónusta á skilið hrós fyrir störf sín í Mannréttindaráðinu. Þau sýna að fámennar þjóðir geta lagt sitt af mörkum öllum til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Ísland í mannréttindaráði SÞ Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Við öðlumst mannréttindi við fæðingu. Þau spretta af samfélagslegu mikilvægi þess að fólk beri virðingu hvert fyrir öðru og viðurkenni rétt allra til mannlegrar reisnar. Þau eru óháð félagslegri stöðu, eignum, kynferði, kynþætti, litarhafti, trú, tungu, skoðunum og þjóðerni. Algild. Alþjóðasamfélagið hefur viðurkennt tilvist mannréttinda með ýmsum skuldbindingum. Hlutverk Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna er að efla og vernda mannréttindi, fjalla um mannréttindabrot og beina tilmælum til einstakra ríkja um úrbætur. Ísland tók sæti í Mannréttindaráðinu í júlí á síðasta ári og situr þar út árið 2019. Þetta er eitt veigamesta hlutverk sem Ísland gegnir á alþjóðavettvangi og einstakt tækifæri til að láta gott af sér leiða. Áherslur Íslands í ráðinu lúta að jafnréttismálum, réttindum hinsegin fólks, réttindum barna, umbótum á starfsemi ráðsins og tengslum mannréttinda við umhverfismál. Í ráðinu hefur Ísland meðal annars leitt sameiginlega yfirlýsingu um bágborna stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu. Þar hefur baráttufólk fyrir kvenréttindum verið fangelsað og pyntað. Þrengt er að fjölmiðlamönnum og þeir myrtir. Á vettvangi ráðsins hefur Ísland að auki leitt gagnrýni á Duterte forseta á Filippseyjum. Hann fyrirskipaði aftökur á þúsundum manna í svokölluðu stríði gegn fíkniefnum. Mannréttindaráðið er vaktað af ýmsum frjálsum alþjóðlegum félagasamtökum. Þar á meðal er Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) sem er alþjóðleg samtök, óháð ríkisstjórnum, sem fylgjast með þróun mannréttinda og mannréttindabrota um allan heim. Athyglisvert var að heyra í John Fisher, forystumanni Mannréttindavaktarinnar, þegar hann heimsótti Ísland á vordögum. Hann benti á að að þegar ekkert annað ríki vildi gagnrýna Sádi-Arabíu vegna mögulegra hagsmunaárekstra sýndi Ísland staðfestu. „Gott frumkvæði lítur aldrei dagsins ljós nema ríki stígi fram með forystu og ábyrgð gegn því ástandi refsileysis að brotamenn telja sig geta komið fram vilja sínum og verði ekki gerðir ábyrgir af verkum sínum,“ sagði Fischer. Fulltrúi Mannréttindavaktarinnar sagði það hafa verið til fyrirmyndar hvernig Ísland leiddi starfið á þessum vettvangi. Það var ekki skilyrt þátttöku annarra ríkja. Mörg ríki eru reiðubúin að gagnrýna mannréttindabrot ef þau finna stuðning nægilega margra. Þau vilji fyrst lóða dýptina. En Ísland lagði til formlega gagnrýni á Sáda og bað svo um stuðning annarra. Þessari staðfestu Íslands fylgdu aðrir eftir. Hér er vel að verki staðið. Íslensk utanríkisþjónusta á skilið hrós fyrir störf sín í Mannréttindaráðinu. Þau sýna að fámennar þjóðir geta lagt sitt af mörkum öllum til heilla.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun