Enski boltinn

Hjartnæm kveðja BBC til enska kvennalandsliðsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Phil Neville eftir að hafa hughreyst sínar stelpur í leikslok.
Phil Neville eftir að hafa hughreyst sínar stelpur í leikslok. vísir/getty
Enska kvennalandsliðið er úr leik eftir 2-1 tap gegn heimsmeisturum Bandaríkjanna er liðin mættust í Lyon í kvöld.

England hafði komið mörgum á óvart undir stjórn Phil Neville á mótinu og komst alla leið í undanúrslitin en þar voru heimsmeistararnir einfaldlega sterkari.





Árangurinn vakti mikla athygli í Englandi og hafa þær ensku meðal annars slegið áhorfendamet í heimalandinu á meðan mótinu stóð í Frakklandi.

„Þið hafið fyllt unga sem aldna eldmóði. Þið komuð þjóðinni saman. Haldið höfðinu hátt því þið gáfuð okkur svo mikið,“ stóð meðal annars í hjartnæmri færslu BBC í leikslok.

England endaði í þriðja sætinu á síðasta móti og getur aftur náð í brons er liðið keppir um þriðja sætið á laugardaginn. Mótherjinn verður annað hvort Holland eða Svíþjóð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×