Körfubolti

Ingi Þór fær aðstoðarþjálfara frá Litháen

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnoldas mættur í KR-bolinn.
Arnoldas mættur í KR-bolinn. mynd/kr

Íslandsmeistarar KR hafa gengið frá ráðningu á aðstoðarþjálfara meistaraflokks sem einnig mun þjálfa yngri flokka hjá Vesturbæingum.

Sá heitir Arnoldas Kuncaitis og er 24 ára gamall Lithái. Hann kemur úr mikilli körfuboltafjölskyldu og faðir hans var um tíma aðstoðarþjálfari hins sterka landsliðs Litháen. Sá þjálfar nú í Rússlandi.

Arnoldas kom til Íslands á síðasta ári og var þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Tindastóli í fyrra. Hann var einnig aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki karla og þjálfaði yngri flokka.

Þjálfarinn ungi er nú með föður sínum í Rússlandi en er væntanlegur til landsins í næsta mánuði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.