Körfubolti

Haukur Helgi til Rússlands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur í leik með Nanterre á síðustu leiktíð.
Haukur í leik með Nanterre á síðustu leiktíð. vísir/getty

Landsliðsmaðurinn í körfubolta, Haukur Helgi Pálsson, mun leika með rússneska úrvalsdeildarliðinu BC Unics á næstu leiktíð.

Haukur skrifaði undir samning við félagið í dag en hann kemur til liðsins frá Nanterre þar sem hann var í aðalhlutverki á síðasta ári.

Samningur Hauks er til eitt árs, með möguleika á einu ári til framlengingar, en Unics datt út í undanúrslitunum í baráttunni um rússneska meistaratitilinn á síðustu leiktíð.

Með árangri sínum tryggðu Rússarnir sér þáttöku í Evrópukeppninni en þeir duttu út í undanúrslitunum á ný yfirstaðinni leiktíð.

Haukur, sem er uppalinn hjá Fjölni, hefur einnig leikið í Svíþjóð og á Spáni ásamt því að leika í Frakklandi og nú Rússlandi.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.