Körfubolti

Haukur Helgi til Rússlands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur í leik með Nanterre á síðustu leiktíð.
Haukur í leik með Nanterre á síðustu leiktíð. vísir/getty
Landsliðsmaðurinn í körfubolta, Haukur Helgi Pálsson, mun leika með rússneska úrvalsdeildarliðinu BC Unics á næstu leiktíð.

Haukur skrifaði undir samning við félagið í dag en hann kemur til liðsins frá Nanterre þar sem hann var í aðalhlutverki á síðasta ári.







Samningur Hauks er til eitt árs, með möguleika á einu ári til framlengingar, en Unics datt út í undanúrslitunum í baráttunni um rússneska meistaratitilinn á síðustu leiktíð.

Með árangri sínum tryggðu Rússarnir sér þáttöku í Evrópukeppninni en þeir duttu út í undanúrslitunum á ný yfirstaðinni leiktíð.

Haukur, sem er uppalinn hjá Fjölni, hefur einnig leikið í Svíþjóð og á Spáni ásamt því að leika í Frakklandi og nú Rússlandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×