Á bremsunni Hörður Ægisson skrifar 5. júlí 2019 08:00 Spurningin er ekki hvort heldur aðeins hversu mikill efnahagssamdrátturinn verður. Höggið við fall WOW air, ásamt vandræðum Icelandair með MAX-vélarnar, þýðir að ferðamönnum mun að líkindum fækka um liðlega 20 prósent. Atvinnuleysi er á hraðri uppleið enda þótt mörg fyrirtæki, einkum í ferðaþjónustu, séu að bíða með sársaukafullar hagræðingaraðgerðir. Það mun breytast. Á komandi hausti er hætt við því að við munum sjá holskeflu uppsagna. Þá er húsnæðismarkaðurinn að kólna og mörg stór verktakafyrirtæki, sem sitja á eignum sem eiga ekki eftir að seljast á því verði sem áætlanir gerðu ráð fyrir eru að lenda í lausafjárerfiðleikum. Efnahagshorfurnar, að minnsta kosti til skemmri tíma, hafa því versnað. Ekki bætir úr skák að bankakerfið, sökum versnandi lausafjárstöðu í krónum, er illa í stakk búið til að koma að fjármögnun arðbærra verkefna í atvinnulífinu. Sú staða mun valda því að niðursveiflan verður dýpri en ella. Seðlabankinn hefur gert sitt til að stemma stigu við þessari þróun. Vextir hafa verið lækkaðir um samtals 0,75 prósentur – þeir hefðu mátt lækka enn meira – og fjármálafyrirtækjum er nú heimilt að leggja fram sértryggð skuldabréf sem tryggingu í veðlánaviðskiptum við Seðlabankann. Sú aðgerð, sem er jákvætt skref en sætir engum stórtíðindum, ætti að vera til þess fallin að auka útlánagetu bankanna. Meira þarf samt að koma til. Háar eigin- og lausafjárkröfur gera það að verkum að slíkar ráðstafanir skila ekki þeim árangri sem þeim er ætlað. Stjórnvöld hafa kosið að ganga þjóða hvað lengst við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum með þeim afleiðingum að bankarnir þurfa að binda um þrefalt meira eigið fé en aðrir evrópskir bankar. Útlánageta þeirra er af þeim sökum minni og vextir hærri. Bankakerfið er á bremsunni. Mjög hefur hægst á nýjum útlánum á fyrstu mánuðum ársins og nemur samdrátturinn tugum prósenta. Fátt bendir til að á þessu verði breyting. Lausafjáreignir bankanna í krónum hafa minnkað verulega, sérstaklega á síðustu mánuðum, og svigrúm þeirra til að stækka útlánasöfn sín er þess vegna afar takmarkað. Sérstakur sveiflujöfnunarauki ofan á eiginfjárkröfur FME, sem hækkaði nú síðast um 0,5 prósentur í maí, mun hækka enn frekar í upphafi næsta árs. Sú hækkun byggir á ákvörðun fjármálastöðugleikaráðs í febrúar þegar efnahagshorfurnar voru aðrar og betri. Tímasetningin er því augljóslega fráleit. Hærri eiginfjárkröfur munu draga enn úr útlánagetu bankanna, einmitt á þeim tíma þegar hagkerfið þarf á auknu lánsfé að halda. Er markmiðið að búa til öruggasta – og um leið dýrasta – fjármálakerfi í heimi? Sögulega séð hafa bankarnir líklega aldrei staðið traustari fótum. Þeim kröfum sem bönkunum hefur verið gert að uppfylla, sem eru margar hverjar skynsamlegar, fylgir hins vegar einnig kostnaður – og hann er greiddur af fyrirtækjum og heimilum. Öllum má nú vera ljóst að ákvörðun um að hækka enn eiginfjárkröfur á bankana, sem var í besta falli umdeilanleg þegar hún var tekin fyrir fimm mánuðum, stenst enga skoðun. Það standa fremur rök til þess að lækka þær og styðja þannig við útlánavöxt bankanna nú þegar hagkerfið er tekið að kólna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Spurningin er ekki hvort heldur aðeins hversu mikill efnahagssamdrátturinn verður. Höggið við fall WOW air, ásamt vandræðum Icelandair með MAX-vélarnar, þýðir að ferðamönnum mun að líkindum fækka um liðlega 20 prósent. Atvinnuleysi er á hraðri uppleið enda þótt mörg fyrirtæki, einkum í ferðaþjónustu, séu að bíða með sársaukafullar hagræðingaraðgerðir. Það mun breytast. Á komandi hausti er hætt við því að við munum sjá holskeflu uppsagna. Þá er húsnæðismarkaðurinn að kólna og mörg stór verktakafyrirtæki, sem sitja á eignum sem eiga ekki eftir að seljast á því verði sem áætlanir gerðu ráð fyrir eru að lenda í lausafjárerfiðleikum. Efnahagshorfurnar, að minnsta kosti til skemmri tíma, hafa því versnað. Ekki bætir úr skák að bankakerfið, sökum versnandi lausafjárstöðu í krónum, er illa í stakk búið til að koma að fjármögnun arðbærra verkefna í atvinnulífinu. Sú staða mun valda því að niðursveiflan verður dýpri en ella. Seðlabankinn hefur gert sitt til að stemma stigu við þessari þróun. Vextir hafa verið lækkaðir um samtals 0,75 prósentur – þeir hefðu mátt lækka enn meira – og fjármálafyrirtækjum er nú heimilt að leggja fram sértryggð skuldabréf sem tryggingu í veðlánaviðskiptum við Seðlabankann. Sú aðgerð, sem er jákvætt skref en sætir engum stórtíðindum, ætti að vera til þess fallin að auka útlánagetu bankanna. Meira þarf samt að koma til. Háar eigin- og lausafjárkröfur gera það að verkum að slíkar ráðstafanir skila ekki þeim árangri sem þeim er ætlað. Stjórnvöld hafa kosið að ganga þjóða hvað lengst við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum með þeim afleiðingum að bankarnir þurfa að binda um þrefalt meira eigið fé en aðrir evrópskir bankar. Útlánageta þeirra er af þeim sökum minni og vextir hærri. Bankakerfið er á bremsunni. Mjög hefur hægst á nýjum útlánum á fyrstu mánuðum ársins og nemur samdrátturinn tugum prósenta. Fátt bendir til að á þessu verði breyting. Lausafjáreignir bankanna í krónum hafa minnkað verulega, sérstaklega á síðustu mánuðum, og svigrúm þeirra til að stækka útlánasöfn sín er þess vegna afar takmarkað. Sérstakur sveiflujöfnunarauki ofan á eiginfjárkröfur FME, sem hækkaði nú síðast um 0,5 prósentur í maí, mun hækka enn frekar í upphafi næsta árs. Sú hækkun byggir á ákvörðun fjármálastöðugleikaráðs í febrúar þegar efnahagshorfurnar voru aðrar og betri. Tímasetningin er því augljóslega fráleit. Hærri eiginfjárkröfur munu draga enn úr útlánagetu bankanna, einmitt á þeim tíma þegar hagkerfið þarf á auknu lánsfé að halda. Er markmiðið að búa til öruggasta – og um leið dýrasta – fjármálakerfi í heimi? Sögulega séð hafa bankarnir líklega aldrei staðið traustari fótum. Þeim kröfum sem bönkunum hefur verið gert að uppfylla, sem eru margar hverjar skynsamlegar, fylgir hins vegar einnig kostnaður – og hann er greiddur af fyrirtækjum og heimilum. Öllum má nú vera ljóst að ákvörðun um að hækka enn eiginfjárkröfur á bankana, sem var í besta falli umdeilanleg þegar hún var tekin fyrir fimm mánuðum, stenst enga skoðun. Það standa fremur rök til þess að lækka þær og styðja þannig við útlánavöxt bankanna nú þegar hagkerfið er tekið að kólna.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar