Körfubolti

Vilja vinna Íslandsmeistaratitilinn í húsi nefndu eftir föður þeirra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Systurnar Auður Íris og Sigrún Björg Ólafsdætur verða samherjar í Haukum á næstu leiktíð í Dominos-deildinni. Haukar spila heimaleiki sína í Ólafssal sem nefndur er eftir föður þeirra, Ólafi Rafnssyni.Ólafur lék um árabil með Haukum og var einnig formaður félagsins. Hann var einnig formaður KKÍ og forseti evrópska körfuboltasambandsins, svo eitthvað sé nefnt.Ólafur lést árið 2013 en Haukar ákváðu að nýr körfuboltasalur yrði nefndur í höfuðið á Ólafi. Auður Íris gekk í raðir Hauka í sumar og því munu systurnar leika saman á komandi leiktíð.„Þetta var alltaf planið. Það er gott að koma heim. Ég ætlaði aðeins að kíkja út fyrir Haukana og það er svo rosa gott að vera komin heim,“ sagði Auður Íris.Auður hefur undanfarin ár spilað með Breiðablik og Skallagrími í Dominos-deildinni en ákvað að snúa heim og spila í Ólafssal.„Það spilaði mjög stóran hlut og að spila með þessari,“ bætti Auður við og leit á systur sína sem var með henni í viðtalinu.„Það er geggjað.“ sagði Sigrún, yngri systirin. Hún segist vera búin að bæta sig mikið frá því að systur hennar söðlaði um: „Já, mjög mikið. Ég fékk tækifæri en það er mjög gott að fá hana heim.“En hver eru markmiðin á næsta tímabili?„Stefnan er að að taka titilinn en við tökum eitt skref í einu og við byrjum á að koma okkur í úrslitakeppnina og sjá svo til,“ sagði Auður.Sigrún er nú komin í landsliðið og Auður segir að hún geti lært mikið af yngri systir sinni.„Það er frábært og ég gæti lært fullt af henni. Hún svo vonandi eitthvað af mér. Við erum mjög spenntar að spila saman,“ sagði Auður að lokum.Innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.