Golf

Haraldur annar og Axel þriðji í Svíþjóð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Axel og Haraldur gerðu góða hluti í Svíþjóð.
Axel og Haraldur gerðu góða hluti í Svíþjóð. vísir/andri marinó

Íslenskir kylfingar enduðu í 2. og 3. sæti á Camfil Nordic Championship mótinu í golfi sem fór fram í Svíþjóð. Mótið er hluti af Nordic Golf mótaröðinni.

Haraldur Franklín Magnús lenti í 2. sæti á ellefu höggum undir pari. Hann var tveimur höggum á eftir sigurvegaranum, Christopher Sahlström frá Svíþjóð. Axel Bóasson varð þriðji á tíu höggum undir pari.

Haraldur lék á einu höggi undir pari á þriðja hringnum í dag. Sahlström lék hins vegar á fimm höggum undir pari og fór upp fyrir Harald sem jafnaði þó sinn besta árangur á Nordic Golf mótaröðinni í ár með því að lenda í 2. sætinu.

Axel lék á þremur höggum undir pari í dag. Hann var jafn Sander Aadusaar frá Eistlandi í 3. sætinu. Þetta er besti árangur Axels á Nordic Golf mótaröðinni í ár.

Andri Þór Björnsson endaði í 46. sæti á fjórum höggum yfir pari.

Haraldur er í 7. sæti á stigalista mótaraðarinnar en Axel í 26. sætinu. Guðmundur Ágúst Kristjánsson er þriðji á eftir áðurnefndum Sahlström og landa hans, Fredrik Niléhn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.