Körfubolti

Þórsarar búnir að finna mann í staðinn fyrir Rochford

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sherman í leik með University of Miami.
Sherman í leik með University of Miami. vísir/getty

Þór Þorlákshöfn er búinn að finna sér bandarískan leikmann fyrir næsta tímabil. 

Sá heitir Omar Sherman og er 23 ára kraftframherji sem telur 206 cm.

Sherman hóf feril sinn í háskólaboltanum með University of Miami en gekk síðar í raðir Louisiana Tech.

Þar var hann byrjunarliðsmaður og skilaði ellefu stigum og sex fráköstum að meðaltali í leik. Sherman lauk svo háskólaferlinum með William Penn. Þar var hann með 16 stig, níu fráköst, tvær stoðsendingar og 1,5 varin skot að meðaltali í leik.

Sherman kemur til með fylla skarð hins skemmtilega Kinu Rochford sem lék vel með Þórsurum á síðasta tímabili.

Þór hefur einnig samið við Króatann Marko Bakovic um að leika með liðinu í vetur.

Þjálfaraskipti urðu hjá Þór eftir síðasta tímabil þar sem liðið komst í undanúrslit Domino's deildarinnar. Baldur Þór Ragnarsson fór til Tindastóls og við starfi hans tók reynsluboltinn Friðrik Ingi Rúnarsson.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.