Körfubolti

Þórsarar búnir að finna mann í staðinn fyrir Rochford

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sherman í leik með University of Miami.
Sherman í leik með University of Miami. vísir/getty
Þór Þorlákshöfn er búinn að finna sér bandarískan leikmann fyrir næsta tímabil. Sá heitir Omar Sherman og er 23 ára kraftframherji sem telur 206 cm.Sherman hóf feril sinn í háskólaboltanum með University of Miami en gekk síðar í raðir Louisiana Tech.Þar var hann byrjunarliðsmaður og skilaði ellefu stigum og sex fráköstum að meðaltali í leik. Sherman lauk svo háskólaferlinum með William Penn. Þar var hann með 16 stig, níu fráköst, tvær stoðsendingar og 1,5 varin skot að meðaltali í leik.Sherman kemur til með fylla skarð hins skemmtilega Kinu Rochford sem lék vel með Þórsurum á síðasta tímabili.Þór hefur einnig samið við Króatann Marko Bakovic um að leika með liðinu í vetur.Þjálfaraskipti urðu hjá Þór eftir síðasta tímabil þar sem liðið komst í undanúrslit Domino's deildarinnar. Baldur Þór Ragnarsson fór til Tindastóls og við starfi hans tók reynsluboltinn Friðrik Ingi Rúnarsson.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.