Viðtal við Pútín Davíð Stefánsson skrifar 8. júlí 2019 07:00 Vladímír Pútín Rússlandsforseti var í afar fróðlegu sjónvarpsviðtali The Financial Times í síðustu viku. Í einn og hálfan tíma fór forsetinn yfir ærin verkefni heima fyrir, skattkerfisbreytingar, uppbyggingu innviða og menntakerfis, og ekki síst tæknivæðingu atvinnugreina. Meginstraumar alþjóðakerfisins og hlutur Rússa þar voru fyrirferðarmiklir. Það sem upp úr stendur eru lok viðtalsins. Þar ræðst Pútín að þeim stjórnmálalegu grunngildum sem ráðið hafa mótun og þróun vestrænna lýðræðisríkja frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann segir þau frjálslyndu gildi sem reist séu á rétti og frelsi einstaklinga hafa gengið sér til húðar. Dregið hafi úr vægi frjálslyndis Vesturlanda. Þaðan komi fáar forsagnir lengur. Rússneski leiðtoginn lofar uppgang popúlista og sagði hugmyndir um fjölmenningu ekki eiga við í nútímanum. Pútín afskrifar þannig þau frjálslyndu grundvallarviðhorf, sem sett hafa sterkan svip á líf okkar síðustu áratugi, á borð við vernd flóttamanna og málefni hinsegin fólks. Þau stangist á við viðhorf meirihluta íbúa um heim allan. Dæmi um það er hvernig Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi hleypt flóttamönnum inn í landið í bága við hagsmuni yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Pútín vísar til staðfestu Trumps forseta gagnvart Mexíkó: „Þessar frjálslyndishugmyndir fela í sér að ekkert þurfi að gera. Innflytjendur geti drepið, rænt og nauðgað án refsingar vegna þess að réttindi þeirra sem innflytjenda verði að vernda,“ segir Pútín. Það er auðvitað rangt hjá Pútín að meirihluti íbúa heimsins deili skoðunum hans um málefni flóttamanna. Kannanir sýna að meirihluti fólks í þeim ríkjum sem fá til sín flesta innflytjendur sér fremur í því styrk en byrði. Jákvæðni eykst eftir því sem fólk fær að kynnast innflytjendum persónulega. Það er ekki rétt hjá Pútín að hin frjálslyndu gildi sem byggð eru á rétti og frelsi einstaklinga séu úrelt. Þau eru enn aflvaki bættra lífskjara og framþróunar. Við höfum til að mynda séð á síðustu áratugum hvernig séreignarréttur og aukið frelsi einstaklinga hafa komið um 600 milljónum Kínverja yfir fátæktarmörkin. Samfélag margbreytni er ekki bara skemmtilegra heldur knýja fjölbreytnin og frelsið fram nýjar hugmyndir og umbreytingar. Sköpunarkraftur nýrrar hugsunar brýtur niður og byggir upp. En það er ekki bara sótt að frjálslyndisstefnu. Hin hefðbundna íhaldsstefna raunsæis og manngildis er heldur ekki í tísku. Varfærni víkur þar fyrir upplausn og efa um mikilvægi sannleikans og jafnvel vísinda. Til óttans sækja leiðtogar fylgi sitt, til svartsýni og afturhalds. Auk Pútíns raðast á bekkinn Trump, ungverski Orbán, ítalski Salvini, franska Le Pen og Brexit-hreyfingin. Bolsonaro í Brasilíu vill ólmur vera þar líka. Það kom í hlut Evrópusambandsins að mótmæla orðum Pútíns. Tusk, forseti leiðtogaráðs þess, var kjarnyrtur þegar hann lýsti sig innilega ósammála Rússlandsforseta: „Hver sá sem fullyrðir að frjálslynd lýðræðisríki séu úrelt segir samtímis að frelsi sé úrelt, að lög séu úrelt og mannréttindi séu úrelt,“ sagði Tusk. – Orð í tíma töluð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Efnahagsmál Rússland Utanríkismál Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti var í afar fróðlegu sjónvarpsviðtali The Financial Times í síðustu viku. Í einn og hálfan tíma fór forsetinn yfir ærin verkefni heima fyrir, skattkerfisbreytingar, uppbyggingu innviða og menntakerfis, og ekki síst tæknivæðingu atvinnugreina. Meginstraumar alþjóðakerfisins og hlutur Rússa þar voru fyrirferðarmiklir. Það sem upp úr stendur eru lok viðtalsins. Þar ræðst Pútín að þeim stjórnmálalegu grunngildum sem ráðið hafa mótun og þróun vestrænna lýðræðisríkja frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann segir þau frjálslyndu gildi sem reist séu á rétti og frelsi einstaklinga hafa gengið sér til húðar. Dregið hafi úr vægi frjálslyndis Vesturlanda. Þaðan komi fáar forsagnir lengur. Rússneski leiðtoginn lofar uppgang popúlista og sagði hugmyndir um fjölmenningu ekki eiga við í nútímanum. Pútín afskrifar þannig þau frjálslyndu grundvallarviðhorf, sem sett hafa sterkan svip á líf okkar síðustu áratugi, á borð við vernd flóttamanna og málefni hinsegin fólks. Þau stangist á við viðhorf meirihluta íbúa um heim allan. Dæmi um það er hvernig Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi hleypt flóttamönnum inn í landið í bága við hagsmuni yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Pútín vísar til staðfestu Trumps forseta gagnvart Mexíkó: „Þessar frjálslyndishugmyndir fela í sér að ekkert þurfi að gera. Innflytjendur geti drepið, rænt og nauðgað án refsingar vegna þess að réttindi þeirra sem innflytjenda verði að vernda,“ segir Pútín. Það er auðvitað rangt hjá Pútín að meirihluti íbúa heimsins deili skoðunum hans um málefni flóttamanna. Kannanir sýna að meirihluti fólks í þeim ríkjum sem fá til sín flesta innflytjendur sér fremur í því styrk en byrði. Jákvæðni eykst eftir því sem fólk fær að kynnast innflytjendum persónulega. Það er ekki rétt hjá Pútín að hin frjálslyndu gildi sem byggð eru á rétti og frelsi einstaklinga séu úrelt. Þau eru enn aflvaki bættra lífskjara og framþróunar. Við höfum til að mynda séð á síðustu áratugum hvernig séreignarréttur og aukið frelsi einstaklinga hafa komið um 600 milljónum Kínverja yfir fátæktarmörkin. Samfélag margbreytni er ekki bara skemmtilegra heldur knýja fjölbreytnin og frelsið fram nýjar hugmyndir og umbreytingar. Sköpunarkraftur nýrrar hugsunar brýtur niður og byggir upp. En það er ekki bara sótt að frjálslyndisstefnu. Hin hefðbundna íhaldsstefna raunsæis og manngildis er heldur ekki í tísku. Varfærni víkur þar fyrir upplausn og efa um mikilvægi sannleikans og jafnvel vísinda. Til óttans sækja leiðtogar fylgi sitt, til svartsýni og afturhalds. Auk Pútíns raðast á bekkinn Trump, ungverski Orbán, ítalski Salvini, franska Le Pen og Brexit-hreyfingin. Bolsonaro í Brasilíu vill ólmur vera þar líka. Það kom í hlut Evrópusambandsins að mótmæla orðum Pútíns. Tusk, forseti leiðtogaráðs þess, var kjarnyrtur þegar hann lýsti sig innilega ósammála Rússlandsforseta: „Hver sá sem fullyrðir að frjálslynd lýðræðisríki séu úrelt segir samtímis að frelsi sé úrelt, að lög séu úrelt og mannréttindi séu úrelt,“ sagði Tusk. – Orð í tíma töluð.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar