Þór H. Ásgeirsson ráðinn forstöðumaður Sjávarútvegsskólans Heimsljós kynnir 8. júlí 2019 11:30 Nemendur Sjávarútvegsskólans árið 2017 Þór H. Ásgeirsson lengst til hægri á myndinni. UNU-FTP Þór Heiðar Ásgeirsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og tekur við starfinu um næstu mánaðamót. Þór hefur gengt stöðu aðstoðarforstöðumanns skólans frá árinu 1999 og komið að stjórnun skólans, þróun hans og námskeiðahaldi um tuttugu ára skeið. Hann var einnig starfandi forstöðumaður árin 2008 og 2009 í fjarveru Tuma Tómassonar sem þá gegndi starfi umdæmisstjóra þróunarsamvinnu á Srí Lanka. Þór hefur því yfirgripsmikla þekkingu á allri starfsemi skólans, þar með talið stjórnun, skipulagningu náms, fjármálum og starfsmannahaldi og hefur séð um gerð kennslu- þjónustu- og samstarfssamninga bæði innanlands og utan. Þór er með tvöfalda meistaragráðu, M.Ed. í raungreinakennslu frá Boston University og M.Sc. í sjávarvistfræði frá University of Massachusetts. Alls voru 11 umsækjendur um starfið. Valnefnd samþykkti einróma að leggja til að Þór yrði boðið starfið og tillaga þess efnis var samþykkt einróma af stjórn skólans í síðustu viku. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Sameinuðu þjóðirnar Skóla - og menntamál Vistaskipti Þróunarsamvinna Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent
Þór Heiðar Ásgeirsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og tekur við starfinu um næstu mánaðamót. Þór hefur gengt stöðu aðstoðarforstöðumanns skólans frá árinu 1999 og komið að stjórnun skólans, þróun hans og námskeiðahaldi um tuttugu ára skeið. Hann var einnig starfandi forstöðumaður árin 2008 og 2009 í fjarveru Tuma Tómassonar sem þá gegndi starfi umdæmisstjóra þróunarsamvinnu á Srí Lanka. Þór hefur því yfirgripsmikla þekkingu á allri starfsemi skólans, þar með talið stjórnun, skipulagningu náms, fjármálum og starfsmannahaldi og hefur séð um gerð kennslu- þjónustu- og samstarfssamninga bæði innanlands og utan. Þór er með tvöfalda meistaragráðu, M.Ed. í raungreinakennslu frá Boston University og M.Sc. í sjávarvistfræði frá University of Massachusetts. Alls voru 11 umsækjendur um starfið. Valnefnd samþykkti einróma að leggja til að Þór yrði boðið starfið og tillaga þess efnis var samþykkt einróma af stjórn skólans í síðustu viku. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Sameinuðu þjóðirnar Skóla - og menntamál Vistaskipti Þróunarsamvinna Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent