Handbolti

Stjarnan fær Hannes frá Gróttu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hannes leikur með Stjörnunni á næsta tímabili.
Hannes leikur með Stjörnunni á næsta tímabili. mynd/stjarnan
Grótta hefur lánað unglingalandsliðsmanninn Hannes Grimm til Stjörnunnar. Hann mun leika með Garðabæjarliðinu í Olís-deildinni á næsta tímabili.Hannes er línumaður og auk þess öflugur og fastur fyrir í vörn.Á síðasta tímabili skoraði Hannes 19 mörk í 21 leik fyrir Gróttu sem féll úr Olís-deildinni.Auk Hannesar hefur Stjarnan fengið til sín Ólaf Bjarka Ragnarsson, Tandra Má Konráðsson og Andra Þór Helgason í sumar. Þá hefur félagið framlengt samninga við fjölda leikmanna.Stjarnan endaði í 8. sæti Olís-deildarinnar á síðasta tímabili og tapaði fyrir Haukum, 2-1, í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.