Handbolti

Stjarnan fær Hannes frá Gróttu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hannes leikur með Stjörnunni á næsta tímabili.
Hannes leikur með Stjörnunni á næsta tímabili. mynd/stjarnan

Grótta hefur lánað unglingalandsliðsmanninn Hannes Grimm til Stjörnunnar. Hann mun leika með Garðabæjarliðinu í Olís-deildinni á næsta tímabili.

Hannes er línumaður og auk þess öflugur og fastur fyrir í vörn.

Á síðasta tímabili skoraði Hannes 19 mörk í 21 leik fyrir Gróttu sem féll úr Olís-deildinni.

Auk Hannesar hefur Stjarnan fengið til sín Ólaf Bjarka Ragnarsson, Tandra Má Konráðsson og Andra Þór Helgason í sumar. Þá hefur félagið framlengt samninga við fjölda leikmanna.

Stjarnan endaði í 8. sæti Olís-deildarinnar á síðasta tímabili og tapaði fyrir Haukum, 2-1, í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.