LeBron James verður leikstjórnandi Lakers-liðsins í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2019 09:30 LeBron James mun gera enn meira af því að spila samherjana upp á komandi tímabili. Getty/Harry How Körfuboltamaðurinn LeBron James verður í nýju hlutverki á sínu sautjánda tímabili í NBA-deildinni samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum. LeBron James verður nú færður í leikstjórnandastöðu Lakers-liðsins. LeBron James er eins og margir vita 203 sentímetrar á hæð og 113 kíló eða mun stærri og þyngri en hinn hefðbundni leikstjórnandi. Lakers hefur ekki haft svona stóran leikstjórnanda síðan að Earvin „Magic" Johnson réði ríkjum í Forum höllinni í Inglewood á níunda áratug síðustu aldra. LeBron James er á sínu öðru ári með liði Los Angeles Lakers en Lakers-liðið hefur tekið miklum breytingum á milli tímabila. Los Angeles Lakers náði ekki að sannfæra Kawhi Leonard um að koma en fékk Anthony Davis í risa leikmannaskiptum við New Orleans Pelicans.Yahoo Sources: Los Angeles Lakers intend to move LeBron James to the starting point guard position. https://t.co/is6BPo5W0q — Chris Haynes (@ChrisBHaynes) July 8, 2019 James hefur alltaf verið þekktur fyrir fjölhæfni sína, leikskilning og sendingagetu. Hann hefur einnig oft tekið að sér leikstjórn sinna liða inn í leikjunum og á mikilvægum tímapunktum. Lakers er með þrjá leikstjórnendur í sínu liði eða þá Rajon Rondo, Quinn Cook og Alex Caruso. Þeir munu þá væntanlega koma inn af bekknum til að leysa James af.Missing out on the point guard market, LA is reportedly moving LeBron to the backcourt with Danny Green. #NBAhttps://t.co/yHKgYOocdI — FOX Sports PH (@FOXSports_PH) July 9, 2019Það má búast við að LeBron James skori minna á komandi tímabili en stoðsendingarnar ættu að hækka. Hann gaf 8,3 stoðsendingar að meðaltali á síðasta tímabili en hefur mest gefið 9,1 í leik á tímabili. Nú er spurning hvort hann fari yfir 10 í leik eða jafnvel verið stoðsendingakóngur deildarinnar. Lakers hefur verið að safna að sér góðum skotmönnum að undanförnu og samdi meðal annars við NBA-meistarann Danny Green og miðherjann DeMarcus Cousins, sem getur líka skotið fyrir utan þriggja stiga línuna. Nýjasti leikmaður Lakers er síðan bakvörðurinn Avery Bradley sem sló í gegn hjá Boston Celtics en hefur verið á miklu flakki undanfarin ár. NBA Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Sjá meira
Körfuboltamaðurinn LeBron James verður í nýju hlutverki á sínu sautjánda tímabili í NBA-deildinni samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum. LeBron James verður nú færður í leikstjórnandastöðu Lakers-liðsins. LeBron James er eins og margir vita 203 sentímetrar á hæð og 113 kíló eða mun stærri og þyngri en hinn hefðbundni leikstjórnandi. Lakers hefur ekki haft svona stóran leikstjórnanda síðan að Earvin „Magic" Johnson réði ríkjum í Forum höllinni í Inglewood á níunda áratug síðustu aldra. LeBron James er á sínu öðru ári með liði Los Angeles Lakers en Lakers-liðið hefur tekið miklum breytingum á milli tímabila. Los Angeles Lakers náði ekki að sannfæra Kawhi Leonard um að koma en fékk Anthony Davis í risa leikmannaskiptum við New Orleans Pelicans.Yahoo Sources: Los Angeles Lakers intend to move LeBron James to the starting point guard position. https://t.co/is6BPo5W0q — Chris Haynes (@ChrisBHaynes) July 8, 2019 James hefur alltaf verið þekktur fyrir fjölhæfni sína, leikskilning og sendingagetu. Hann hefur einnig oft tekið að sér leikstjórn sinna liða inn í leikjunum og á mikilvægum tímapunktum. Lakers er með þrjá leikstjórnendur í sínu liði eða þá Rajon Rondo, Quinn Cook og Alex Caruso. Þeir munu þá væntanlega koma inn af bekknum til að leysa James af.Missing out on the point guard market, LA is reportedly moving LeBron to the backcourt with Danny Green. #NBAhttps://t.co/yHKgYOocdI — FOX Sports PH (@FOXSports_PH) July 9, 2019Það má búast við að LeBron James skori minna á komandi tímabili en stoðsendingarnar ættu að hækka. Hann gaf 8,3 stoðsendingar að meðaltali á síðasta tímabili en hefur mest gefið 9,1 í leik á tímabili. Nú er spurning hvort hann fari yfir 10 í leik eða jafnvel verið stoðsendingakóngur deildarinnar. Lakers hefur verið að safna að sér góðum skotmönnum að undanförnu og samdi meðal annars við NBA-meistarann Danny Green og miðherjann DeMarcus Cousins, sem getur líka skotið fyrir utan þriggja stiga línuna. Nýjasti leikmaður Lakers er síðan bakvörðurinn Avery Bradley sem sló í gegn hjá Boston Celtics en hefur verið á miklu flakki undanfarin ár.
NBA Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Sjá meira