Körfubolti

Tryggvi kynntur til leiks hjá Zaragoza

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. Vísir/Getty
Landsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason er orðinn leikmaður spænska körfuknattleiksliðsins Zaragoza. Liðið tilkynnti um komu Tryggva í dag.

Fyrr í sumar rifti Valencia samningi sínum við Tryggva en hann var búinn með tvö ár af fjögurra ára samningi sínum við Valencia. Spænskir fjölmiðlar höfðu orðað Tryggva við Zaragoza en nú er það orðið formlega staðfest.

Zaragoza varð í fjórða sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og mun spila í Meistaradeild FIBA á komandi tímabili.

Tryggvi, sem er færddur árið 1997, skoraði 3,5 stig að meðaltali í leik síðasta vetur þegar hann var á láni hjá Monbus Obradoiro, en hann var að spila um 13 mínútur að meðaltal í þeim 33 leikjum sem hann spilaði.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×