Finnst þetta vera gott skref Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. júní 2019 09:30 Þrátt fyrir ungan aldur er Ómar Ingi kominn í stórt hlutverk með íslenska karlalandsliðinu. Fréttablaðið/eyþór Ómar Ingi Magnússon samdi í gær við Magdeburg í Þýskalandi til fjögurra ára og gengur til liðs við félagið næsta sumar. Hann mun því leika með danska félaginu Álaborg næsta tímabil eftir að hafa orðið danskur meistari og danskur bikarmeistari í vetur áður en hann heldur til Þýskalands. Fyrr í vetur fóru að heyrast raddir um að Ómar Ingi væri ofarlega á óskalista Magdeburg þegar í ljós kom að sænska skyttan Albins Lagergren væri á förum til Rhein- Neckar Löwen. Nú hefur verið gengið frá félagsskiptunum og skrifaði Selfyssingurinn undir fjögurra ára samning hjá þýska félaginu. Magdeburg er stórveldi í þýskum handbolta sem lenti í þriðja sæti deildarkeppninnar á nýafstöðnu tímabili. Undir stjórn Alfreðs Gíslasonar vannst eini meistaratitill félagsins eftir sameiningu Þýskalands árið 2001 en þar áður var félagið afar sigursælt í Austur-Þýskalandi. Þá tókst liðinu að vinna Meistaradeild Evrópu undir stjórn Alfreðs ári síðar og hefur alls þrisvar lyft Meistaradeildarbikarnum. Ómar Ingi var staddur í heimabæ sínum, Selfossi, í fríi að safna kröftum fyrir næsta tímabil þegar Fréttablaðið náði í hann. „Fyrst og fremst er ég auðvitað bara mjög ánægður og stoltur af að vera búinn að skrifa undir hjá félagi eins og Magdeburg. Þetta er stór klúbbur með mikla sögu, flottan heimavöll þar sem áhorfendur láta vel til sín taka og það verður gaman að fá að spila fyrir félagið.“ Íslendingar hafa gert það gott með félaginu. Í meistaraliðinu undir stjórn Alfreðs var Ólafur Stefánsson í lykilhlutverki og Sigfús Sigurðsson. Styttra er síðan Einar Hólmgeirsson og Björgvin Páll Gústavsson léku með liðinu líkt og Arnór Atlason sem er nú aðstoðarþjálfari hjá félagsliði Ómars í Danmörku, Álaborg. Þrátt fyrir það segist Ómar aðspurður ekki hafa leitað ráða hvað varðar félagið enda fann hann það á sér að þetta væri gott skref. „Það hafa margir Íslendingar verið þarna, sem er jákvætt. Þetta er mikil handboltaborg og það myndast mikil stemming í kringum liðið. Mér fannst ég ekki þurfa að leita ráða með þetta lið, ég fékk þá tilfinningu að þetta væri rétt skref á ferlinum,“ segir Ómar sem hreifst af leikstíl liðsins. „Leikstíll liðsins hentar mér vel, hvernig handbolta þeir spila og ég held að þetta sé góður staður fyrir mig til að bæta mig. Ég spurðist aðeins fyrir um þjálfarann hjá þeim sem þekktu til en þurfti ekki mikla rannsóknarvinnu áður en ég var búinn að skrifa undir. “ Aðspurður segir Ómar að það sé undir honum komið að sanna sig þrátt fyrir að hann sé titlaður sem arftaki Lagergrens á heimasíðu Magdeburg. „Þeir sýndu mikinn áhuga á að fá mig og þjálfarinn virtist mjög áhugasamur, sem var jákvætt. Maður fann fyrir miklu trausti frá þjálfarateyminu en það er auðvitað erfitt að lofa leikmönnum spiltíma. Það mun ráðast af því hvernig ég stend mig og hvernig ég er í leikjum og innan liðsins. “ Ómar mun leika út samning sinn hjá Álaborg í Danmörku þar sem ný áskorun tekur við að verja titlana sem félagið vann á þessu tímabili. Ómar var stoðsendingahæstur í deildinni á fyrsta tímabili sínu með Álaborg eftir vistaskipti frá Århus síðasta sumar. „Það stóð alltaf til að klára þennan tveggja ára samning og ég held bara áfram með það að markmiði að bæta mig. Ég þarf að spila vel og standa mig hér í vetur. Það gengur ekkert að hlífa sér í einhverju dútli þó að maður sé kominn með samning annars staðar,“ segir Ómar léttur. „Það er pressa á okkur eftir síðasta tímabil sem gekk afar vel og það verður spennandi að takast á við það,“ segir Ómar Ingi að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Þýski handboltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon samdi í gær við Magdeburg í Þýskalandi til fjögurra ára og gengur til liðs við félagið næsta sumar. Hann mun því leika með danska félaginu Álaborg næsta tímabil eftir að hafa orðið danskur meistari og danskur bikarmeistari í vetur áður en hann heldur til Þýskalands. Fyrr í vetur fóru að heyrast raddir um að Ómar Ingi væri ofarlega á óskalista Magdeburg þegar í ljós kom að sænska skyttan Albins Lagergren væri á förum til Rhein- Neckar Löwen. Nú hefur verið gengið frá félagsskiptunum og skrifaði Selfyssingurinn undir fjögurra ára samning hjá þýska félaginu. Magdeburg er stórveldi í þýskum handbolta sem lenti í þriðja sæti deildarkeppninnar á nýafstöðnu tímabili. Undir stjórn Alfreðs Gíslasonar vannst eini meistaratitill félagsins eftir sameiningu Þýskalands árið 2001 en þar áður var félagið afar sigursælt í Austur-Þýskalandi. Þá tókst liðinu að vinna Meistaradeild Evrópu undir stjórn Alfreðs ári síðar og hefur alls þrisvar lyft Meistaradeildarbikarnum. Ómar Ingi var staddur í heimabæ sínum, Selfossi, í fríi að safna kröftum fyrir næsta tímabil þegar Fréttablaðið náði í hann. „Fyrst og fremst er ég auðvitað bara mjög ánægður og stoltur af að vera búinn að skrifa undir hjá félagi eins og Magdeburg. Þetta er stór klúbbur með mikla sögu, flottan heimavöll þar sem áhorfendur láta vel til sín taka og það verður gaman að fá að spila fyrir félagið.“ Íslendingar hafa gert það gott með félaginu. Í meistaraliðinu undir stjórn Alfreðs var Ólafur Stefánsson í lykilhlutverki og Sigfús Sigurðsson. Styttra er síðan Einar Hólmgeirsson og Björgvin Páll Gústavsson léku með liðinu líkt og Arnór Atlason sem er nú aðstoðarþjálfari hjá félagsliði Ómars í Danmörku, Álaborg. Þrátt fyrir það segist Ómar aðspurður ekki hafa leitað ráða hvað varðar félagið enda fann hann það á sér að þetta væri gott skref. „Það hafa margir Íslendingar verið þarna, sem er jákvætt. Þetta er mikil handboltaborg og það myndast mikil stemming í kringum liðið. Mér fannst ég ekki þurfa að leita ráða með þetta lið, ég fékk þá tilfinningu að þetta væri rétt skref á ferlinum,“ segir Ómar sem hreifst af leikstíl liðsins. „Leikstíll liðsins hentar mér vel, hvernig handbolta þeir spila og ég held að þetta sé góður staður fyrir mig til að bæta mig. Ég spurðist aðeins fyrir um þjálfarann hjá þeim sem þekktu til en þurfti ekki mikla rannsóknarvinnu áður en ég var búinn að skrifa undir. “ Aðspurður segir Ómar að það sé undir honum komið að sanna sig þrátt fyrir að hann sé titlaður sem arftaki Lagergrens á heimasíðu Magdeburg. „Þeir sýndu mikinn áhuga á að fá mig og þjálfarinn virtist mjög áhugasamur, sem var jákvætt. Maður fann fyrir miklu trausti frá þjálfarateyminu en það er auðvitað erfitt að lofa leikmönnum spiltíma. Það mun ráðast af því hvernig ég stend mig og hvernig ég er í leikjum og innan liðsins. “ Ómar mun leika út samning sinn hjá Álaborg í Danmörku þar sem ný áskorun tekur við að verja titlana sem félagið vann á þessu tímabili. Ómar var stoðsendingahæstur í deildinni á fyrsta tímabili sínu með Álaborg eftir vistaskipti frá Århus síðasta sumar. „Það stóð alltaf til að klára þennan tveggja ára samning og ég held bara áfram með það að markmiði að bæta mig. Ég þarf að spila vel og standa mig hér í vetur. Það gengur ekkert að hlífa sér í einhverju dútli þó að maður sé kominn með samning annars staðar,“ segir Ómar léttur. „Það er pressa á okkur eftir síðasta tímabil sem gekk afar vel og það verður spennandi að takast á við það,“ segir Ómar Ingi að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Þýski handboltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira