Viðskipti innlent

Rekstur Lauga á miklum skriði

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Björn Leifsson, eigandi World Class.
Björn Leifsson, eigandi World Class. FBL/GVA

Laugar ehf., sem halda utan um líkamsræktarstöðvar World Class, högnuðust um 530 milljónir króna á síðasta ári. Það er um þrefalt meiri hagnaður en á árinu á undan þegar hann nam 179 milljónum króna.

Tekjur félagsins jukust um tæpan hálfan milljarð á milli ára. Þær fóru úr 2.760 milljónum króna á árinu 2017 upp í 3.246 milljónir á síðasta ári.

Hjónin Björn Kr. Leifsson og Hafdís Jónsdóttir eiga hvort 36,6 prósenta hlut í félaginu en restina á Sigurður Leifsson, um 26,8 prósent.

World Class keypti heilsuræktarstöðvar Átaks á Akureyri á síðasta ári. Í ársreikningi félagsins kemur fram að kaupverðið nemi alls 161 milljón króna.


Tengdar fréttir

Hagnaður World Class dróst saman um þriðjung

Hagnaður Lauga ehf., sem rekur líkamsræktarstöðvar World Class, nam 193 milljónum króna á síðasta ári og dróst saman um 32 prósent frá fyrra ári þegar hann var 282 milljónir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.