Handbolti

Barcelona semur við einn besta leikstjórnanda heims

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cindric verður flottur hjá Barca.
Cindric verður flottur hjá Barca.

Aron Pálmarsson fær aukna samkeppni hjá Barcelona næsta vetur því spænska félagið er búið að semja við Króatann magnaða, Luka Cindric.

Hinn 25 ára gamli Cindric kemur til félagsins frá pólska liðinu Kielce og samdi fram á sumar 2023.Cindric er fyrst og fremst stórkostlegur leikstjórnandi og mun styrkja lið Barcelona mikið. Barca kastaði frá sér undanúrslitaleiknum í Meistaradeildinni á dögunum og spænski risinn sættir sig illa við það.

Cindric hóf feril sinn hjá Karlovac í Króatíu og fór þaðan yfir til Makedóníu þar sem hann spilaði með Metalurg. Svo stoppaði hann hjá Evrópumeisturum Vardar áður en hann fór til Kielce.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.