Íslenskar jurtir til matreiðslu Sólrún Freyja Sen skrifar 22. júní 2019 10:00 Kúmen finnst villt á Suðurlandi. Nordicphotos/GETTY Flestir þekkja blóðberg og fjallagrös en það eru ýmsar ætar jurtir sem leynast í runnum og á túnum. Í leiðbeiningarriti Byggðastofnunar, Nýting villigróðurs, er hægt að finna upplýsingar um hvernig best sé að tína, þurrka og geyma Í ritinu kemur fram að óæskilegt sé að tína plöntur í að minnsta kosti 50 metra fjarlægð frá vegum, vegna ryks og blýmengunar. Svo er best að halda sig í 5-10 kílómetra fjarlægð frá álverum og annarri stóriðju. Land sem hefur mátt þola tilbúinn áburð eða skordýraeitur telst ekki æskileg jörð til að tína jurtir til matreiðslu. Ef tína á jurtir á alltaf að finna heilbrigðar og þurrar plöntur. Svo er mikilvægt að hafa náttúruvernd í huga og taka ekki of mikið af jurtinni, svo hún nái að viðhaldast á svæðinu. Til að þurrka plönturnar eftir tínslu er oftast best að gera það á heitum og dimmum stað, svo þegar þær eru orðnar þurrar er best að geyma þær á köldum og þurrum stað í lokuðum glerkrúsum. Ef krúsirnar döggvast að innan á fyrstu vikunum hafa plönturnar ekki verið nægilega vel þurrkaðar. Í leiðbeiningarriti Byggðastofnunar eru lýsingar á ætum íslenskum jurtum og hér að neðan er greint frá nokkrum þeirra.Brenninetla Stöngull brenninetlu er uppréttur og ferstrendur. Blöðin eru langydd og hvasssagtennt. Blómin eru greinótt hangandi öx. Brenninetlan vex sem illgresi í kringum bæi en það er hægt að búa til te úr henni. Brenninetlan er best þegar hún er nýsprottin og þá er hún skorin af eða slegin með ljá. Þegar hún er tínd er nauðsynlegt að nota hanska.Kúmen Kúmen er þekkt krydd sem vex á greinóttum stöngli með ljósgrænum tvískiptum eða þrískiptum blöðum. Blöðin minna á baldursbrá en bleðlarnir eru breiðari og ekki jafn þráðlaga. Blómin eru hvít og smá og finnast villt á Suðurlandi. Það er hægt að tína kúmen í júlí eða ágúst og þurrka það í bökkum.Brenninetlur eru illgresi sem má laga te úr fyrir góða heilsu.Ljónslappi Ljónslappi vex sem margir, 5-30 sentimetra háir blómstönglar, af marggreindum jarðstöngli. Jurtin hefur lengi verið talin ein besta te- og lækningajurtin sem er hægt að tína í júní eða júlí, annaðhvort í blóma eða á meðan hún er að blómstra áður en jurtin er þurrkuð.Túnfíflar Á sumrin springur allt út í fíflum eins og þeir sem búa hérlendis vita. Það er hægt að nota þessa jurt til ýmiss konar matargerðar, blöðin er hægt að nota í salöt eða í seyði og það má steikja blómin eða brugga vín úr þeim. Best er að tína fíflana í maí, september eða október. Eins og greint var frá hér að framan ber að varast að tína fífla sem eru nálægt vegum eða á svæðum þar sem jarðvegur gæti hafa verið mengaður. Þegar fífillinn er tíndur er best að stinga rótina upp með löngu hnífsblaði eða grannri skóflu og skera rótina frá, 10 sentimetra ofan í moldinni. Svo er best að þrýsta fótinum í holuna til að mynda ekki sár í jarðveginum. Blöð og stöngull eru svo skorin frá rótinni og stök rótarhár slitin burt, áður en ræturnar eru þvegnar í köldu, rennandi vatni. Jurtin þurrkast best hengd á þráð.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Flestir þekkja blóðberg og fjallagrös en það eru ýmsar ætar jurtir sem leynast í runnum og á túnum. Í leiðbeiningarriti Byggðastofnunar, Nýting villigróðurs, er hægt að finna upplýsingar um hvernig best sé að tína, þurrka og geyma Í ritinu kemur fram að óæskilegt sé að tína plöntur í að minnsta kosti 50 metra fjarlægð frá vegum, vegna ryks og blýmengunar. Svo er best að halda sig í 5-10 kílómetra fjarlægð frá álverum og annarri stóriðju. Land sem hefur mátt þola tilbúinn áburð eða skordýraeitur telst ekki æskileg jörð til að tína jurtir til matreiðslu. Ef tína á jurtir á alltaf að finna heilbrigðar og þurrar plöntur. Svo er mikilvægt að hafa náttúruvernd í huga og taka ekki of mikið af jurtinni, svo hún nái að viðhaldast á svæðinu. Til að þurrka plönturnar eftir tínslu er oftast best að gera það á heitum og dimmum stað, svo þegar þær eru orðnar þurrar er best að geyma þær á köldum og þurrum stað í lokuðum glerkrúsum. Ef krúsirnar döggvast að innan á fyrstu vikunum hafa plönturnar ekki verið nægilega vel þurrkaðar. Í leiðbeiningarriti Byggðastofnunar eru lýsingar á ætum íslenskum jurtum og hér að neðan er greint frá nokkrum þeirra.Brenninetla Stöngull brenninetlu er uppréttur og ferstrendur. Blöðin eru langydd og hvasssagtennt. Blómin eru greinótt hangandi öx. Brenninetlan vex sem illgresi í kringum bæi en það er hægt að búa til te úr henni. Brenninetlan er best þegar hún er nýsprottin og þá er hún skorin af eða slegin með ljá. Þegar hún er tínd er nauðsynlegt að nota hanska.Kúmen Kúmen er þekkt krydd sem vex á greinóttum stöngli með ljósgrænum tvískiptum eða þrískiptum blöðum. Blöðin minna á baldursbrá en bleðlarnir eru breiðari og ekki jafn þráðlaga. Blómin eru hvít og smá og finnast villt á Suðurlandi. Það er hægt að tína kúmen í júlí eða ágúst og þurrka það í bökkum.Brenninetlur eru illgresi sem má laga te úr fyrir góða heilsu.Ljónslappi Ljónslappi vex sem margir, 5-30 sentimetra háir blómstönglar, af marggreindum jarðstöngli. Jurtin hefur lengi verið talin ein besta te- og lækningajurtin sem er hægt að tína í júní eða júlí, annaðhvort í blóma eða á meðan hún er að blómstra áður en jurtin er þurrkuð.Túnfíflar Á sumrin springur allt út í fíflum eins og þeir sem búa hérlendis vita. Það er hægt að nota þessa jurt til ýmiss konar matargerðar, blöðin er hægt að nota í salöt eða í seyði og það má steikja blómin eða brugga vín úr þeim. Best er að tína fíflana í maí, september eða október. Eins og greint var frá hér að framan ber að varast að tína fífla sem eru nálægt vegum eða á svæðum þar sem jarðvegur gæti hafa verið mengaður. Þegar fífillinn er tíndur er best að stinga rótina upp með löngu hnífsblaði eða grannri skóflu og skera rótina frá, 10 sentimetra ofan í moldinni. Svo er best að þrýsta fótinum í holuna til að mynda ekki sár í jarðveginum. Blöð og stöngull eru svo skorin frá rótinni og stök rótarhár slitin burt, áður en ræturnar eru þvegnar í köldu, rennandi vatni. Jurtin þurrkast best hengd á þráð.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira