Handbolti

Fram klófesti Perlu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Perla var markahæsti leikmaður Selfoss á síðasta tímabili.
Perla var markahæsti leikmaður Selfoss á síðasta tímabili. vísir/daníel þór
Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handbolta, er gengin í raðir Fram frá Selfossi. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við Fram.

Perla hefur leikið með Selfossi allan sinn feril. Á síðasta tímabili skoraði hún 108 mörk í 21 leik í Olís-deildinni. Selfoss endaði í áttunda og neðsta sæti deildarinnar og féll.

Hin 22 ára Perla, sem getur bæði leikið á línu og í horni, lék 136 leiki fyrir Selfoss og skoraði 457 mörk.

Perla hefur leikið 21 A-landsleik fyrir Íslands hönd og skorað 34 mörk.

Fram varð Íslandsmeistari 2017 og 2018 en tapaði fyrir Val í úrslitaeinvíginu í ár, 3-0. Fram tapaði einnig fyrir Val í úrslitaleik Coca Cola-bikarsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×