Handbolti

Fram klófesti Perlu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Perla var markahæsti leikmaður Selfoss á síðasta tímabili.
Perla var markahæsti leikmaður Selfoss á síðasta tímabili. vísir/daníel þór

Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handbolta, er gengin í raðir Fram frá Selfossi. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við Fram.

Perla hefur leikið með Selfossi allan sinn feril. Á síðasta tímabili skoraði hún 108 mörk í 21 leik í Olís-deildinni. Selfoss endaði í áttunda og neðsta sæti deildarinnar og féll.

Hin 22 ára Perla, sem getur bæði leikið á línu og í horni, lék 136 leiki fyrir Selfoss og skoraði 457 mörk.

Perla hefur leikið 21 A-landsleik fyrir Íslands hönd og skorað 34 mörk.

Fram varð Íslandsmeistari 2017 og 2018 en tapaði fyrir Val í úrslitaeinvíginu í ár, 3-0. Fram tapaði einnig fyrir Val í úrslitaleik Coca Cola-bikarsins.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.